Álvaro Gestido
Álvaro Antonio Gestido Pose (f. 17. maí 1907 - d. 18. janúar 1957) var knattspyrnumaður frá Úrúgvæ. Hann var í fyrsta sigurliði Úrúgvæ á HM 1930 og Ólympíumeistari árið 1928.
Ævi og ferill
breytaÁlvaro Gestido var miðjumaður sem lék allan sinn feril fyrir Peñarol, frá 1926-1940 og vann þar fjölda meistaratitla. Hann var valin í úrúgvæska landsliðið sem keppti á Ólympíuleikunum í Amsterdam árið 1928, en knattspyrnukeppni hennar var álitin ígildi heimsmeistaramóts FIFA. Tveimur árum síðar varð hann heimsmeistari með úrúgvæska liðinu og lék alla fjóra leikina í keppninni. Alls spilaði hann 27 landsleiki á árabilinu 1927 til 1940.
Bróðir hans, Óscar Diego Gestido gegndi embætti forseta Úrúgvæ um nokkurra mánaða skeið árið 1967.
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Álvaro Gestido“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 4. júlí 2023.