Þorvarður Helgason

Þorvarður Helgason (18. maí 1930 - 7. desember 2016) var rithöfundur, þýðandi, fræðimaður, kennari og leikari.

Hann stundaði nám í leiklistarfræði og leikstjórn í Vín á sjötta áratugnum og var einn stofnenda leikhópsins Grímu 1961.

Þorvarður lauk doktorsprófi við heimspekideild Vínarháskóla árið 1969, með ritgerð um skáldið Paul Claudel.

  • 1948, skáldsaga, Reykjavík 2010.
  • Brimalda: könnunarsaga, Vestfirska forlagið 2007.
  • Sogar svelgur: hring eftir hring: skáldsaga, Fjölvi 1992
  • Flýtur brúða í flæðarmáli, Fjölvi 1991
  • Bleikfjörublús: skáldsaga, Fjölvi 1990
  • Svíða sands augu: eyðimerkurgangan: skáldsaga, Fjölvi 1989
  • Kvennafár: fjórir einþáttungar, óútgefið leikhandrit f. Þjóðleikhúsið 1986
  • Rottupabbai: einþáttungur fyrir útvarp, óútgefið leikhandrit, Ríkisútvarpið október 1979
  • Þrímenningur: útvarpsleikrit, óútgefið leikhandrit, Ríkisútvarpið apríl 1979
  • Textar 1, leikrit, Letur 1978
  • Nýlendusaga, Helgafell 1975
  • „Fílabeinsturn: smásaga“, í Eimreiðinni, Reykjavík 1974
  • Eftirleit: skáldsaga, Prentsmiðja Jóns Helgasonar, 1970
  • Claudel in Wien: dissertation zur Erlangung des Doktorgrades an der Philosophischen Fakultät der Universität Wien, doktorsritgerð skilað 20. maí 1970
  • Sigur: útvarpsleikrit, óútgefið leikhandrit, Ríkisútvarpið - Sjónvarp
  • Við eldinn: útvarpsleikrit, óútgefið leikhandrit

Þýðingar

breyta
  • Kjallarar Vatíkansins: dárasaga þýð. ásamt Gérard Lemarquis, Ormstunga 2000
  • Heimsókn (gestakoma): leikrit í einum þætti, útvarpsleikrit, Ríkisútvarpið maí 1981
  • Max Frisch, Andorra: leikrit í tólf myndum, fyrir LFMH 1978
  • Friedrich Dürrenmatt, Herakles og agíasfjósið, Bandalag íslenskra leikfélaga 1962
  • Fernando Arrabal, Bílakirkjugarðurinn, óútgefið leikhandrit
  • Georg Büchner, Dauði Dantons, óútgefið leikhandrit
  • Wolfgang Bauer, Magic Afternoon, óútgefið leikhandrit
  • Ferdinand Bruckner, Sjúk æska: leikrit í þrem þáttum, óútgefið leikhandrit

Tengt efni

breyta

Þorgeir Þorgeirson