12. janúar
dagsetning
Des – Janúar – Feb | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 | 31 | |||
2024 Allir dagar |
12. janúar er 12. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 353 dagar (354 á hlaupári) eru eftir af árinu.
Atburðir
breyta- 1528 - Gústaf 1. var krýndur konungur Svíþjóðar.
- 1539 - Karl 5. keisari (Karl 1. Spánarkonungur) og Frans 1. Frakkakonungur undirrituðu Toledo-sáttmálann þar sem þeir samþykktu að gera ekki frekari bandalög við Englendinga.
- 1585 - Holland tók upp gregoríska tímatalið.
- 1628 - Sænska ríkisráðið gaf Gústaf 2. Adolf fulla heimild til að taka þátt í Þrjátíu ára stríðinu.
- 1830 - Síðasta aftaka á Íslandi: Friðrik Sigurðsson og Agnes Magnúsdóttir, sem höfðu myrt Natan Ketilsson og Pétur Jónsson, voru hálshöggvin.
- 1940 - Seinni heimsstyrjöld: Rússar vörpuðu sprengjum á borgir í Finnlandi.
- 1969 - Led Zeppelin gáfu út fyrstu breiðskífu sína.
- 1970 - Nígeríska borgarastyrjöldin: Bíafra gafst upp fyrir her Nígeríu.
- 1971 - Sjónvarpsþáttaröðin All In The Family hóf göngu sína á CBS. Á Íslandi voru þættirnir sýndir í Kanasjónvarpinu frá 1972.
- 1976 - Síðustu spænsku hermennirnir fóru frá Vestur-Sahara.
- 1979 - Átján ára starfsmaður sjúkrahúss í Malmö í Svíþjóð játaði að hafa orðið fjölda aldraðra sjúklinga að bana með því að eitra fyrir þeim.
- 1985 - Metfrost urðu á Mið-Ítalíu. Fjöldi ólífutrjáa drapst.
- 1991 - Persaflóastríðið: Bandaríska þingið staðfesti lög sem heimiluðu bandaríska hernum að ráðast gegn sveitum Íraka í Kúveit.
- 1992 - Hætt var við aðra umferð þingkosninga í Alsír þegar Íslamski frelsisframvörðurinn sigraði fyrri umferðina.
- 1993 - Aðild Íslands að Evrópska Efnahagssvæðinu, EES, var samþykkt á Alþingi eftir 100 klukkustunda umræður.
- 1998 - 19 evrópsk lönd bönnuðu klónun á mönnum.
- 2005 - Könnunarfarinu Deep Impact var skotið á loft frá Canaveral-höfða.
- 2007 - Bygging tónlistarhússins Hörpu hófst formlega.
- 2010 - Jarðskjálfti lagði mikinn hluta Haítí í rúst. Talið er að um 230.000 manns hafi látist.
- 2012 - Mótmælin í Rúmeníu 2011: Átök brutust út milli mótmælenda og lögreglu.
- 2013 - Alþýðufylkingin stofnuð í Reykjavík.
- 2015 - Cristiano Ronaldo hlaut Gullknöttinn annað árið í röð.
- 2016 - 10 létust og 15 særðust í sprengjuárás við Bláu moskuna í Istanbúl.
- 2020 – Taal-fjall á Filippseyjum gaus.
- 2023 - Heimsmeistaramótið í handknattleik karla 2023 var haldið í Póllandi og Svíþjóð.
Fædd
breyta- 1591 - Giuseppe Ribera, spænskur málari (d. 1652).
- 1628 - Charles Perrault, franskur rithöfundur (d. 1703).
- 1636 - Jean-Baptiste Monnoyer, franskur málari (d. 1699).
- 1729 - Edmund Burke, írskur stjórnmálamaður (d. 1797).
- 1870 - Hans Wingaard Friis, norskur útgerðarmaður (d. 1936).
- 1876 - Jack London, bandarískur rithöfundur (d. 1916).
- 1889 - Alberto Ohaco, argentínskur knattspyrnumaður (d. 1950).
- 1893 - Hermann Göring, þýskur nasistaleiðtogi (d. 1946).
- 1929 - Jaakko Hintikka, finnskur rökfræðingur og heimspekingur (d. 2015).
- 1929 - Alasdair MacIntyre, skoskur heimspekingur.
- 1944 - Vlastimil Hort, tekkneskur skakmeistari.
- 1944 - Joe Frazier, bandariskur boxari (d. 2011).
- 1949 - Murakami Haruki, japanskur rithöfundur.
- 1950 - Dorrit Moussaieff, forsetafrú Íslands.
- 1951 - Kirstie Alley, bandarísk leikkona.
- 1951 - Rush Limbaugh, bandarískur útvarpsmaður (d. 2021).
- 1954 - Howard Stern, bandarískur útvarpsmaður.
- 1957 - Ásta Möller, alþingismaður.
- 1964 - Jeff Bezos, stofnandi Amazon.com.
- 1966 - Rob Zombie, bandarískur tónlistarmaður, listamaður og rithöfundur.
- 1970 - Zack de la Rocha, bandarískur tónlistarmaður (Rage Against the Machine).
- 1973 - Hande Yener, tyrknesk söngkona.
- 1974 - Tor Arne Hetland, norskur skíðagöngugarpur.
- 1976 - Silja Hauksdóttir, íslenskur leikstjóri.
- 1978 - Björn Thors, íslenskur leikari.
- 1989 - Axel Witsel, belgískur knattspyrnumaður.
- 1990 - Sergey Karjakin, úkraínsk-rússneskur skákmeistari.
- 1991 - Pixie Lott, ensk söngkona.
- 1993 - Zayn Malik, enskur söngvari.
- 1996 - Ella Henderson, ensk söngkona.
Dáin
breyta- 1268 - Gissur Þorvaldsson, íslenskur höfðingi (f. 1208).
- 1519 - Maximilían 1. keisari hins Heilaga rómverska ríkis (f. 1459).
- 1665 - Pierre de Fermat, franskur stærðfræðingur og lögfræðingur (f. 1601).
- 1727 - Þorleifur Arason, prestur á Breiðabólstað (f. 1687).
- 1892 - Dillon lávarður, írsk-enskur aðalsmaður (f. 1812).
- 1938 - Gösta Ekman, sænskur leikari (f. 1890).
- 1940 - Einar Benediktsson, íslenskt skáld (f. 1864).
- 1950 - Pedro Calomino, argentínskur knattspyrnumaður (f. 1892).
- 1972 - Ólafur Pétursson, íslenskur samstarfsmaður nasista í Noregi (f. 1919).
- 1976 - Agatha Christie, enskur rithöfundur (f. 1890).
- 1983 - Guðmundur Vigfússon, reykvískur bæjarfulltrúi (f. 1915).
- 2003 - Maurice Gibb, breskur songvari (Bee Gees) (f. 1949).
- 2020 - Roger Scruton, breskur heimspekingur (f. 1944).