Assam
Fylki í norðausturhluta Indlands
Assam er fylki í norðausturhluta Indlands sunnan við austurhluta Himalajafjalla. Höfuðstaður fylkisins er Dispur sem er á stórborgarsvæði Guwahati. Assam nær yfir árdali Brahmaputra og Barak. Það á landamæri að indversku fylkjunum Vestur-Bengal, Arunachal Pradesh, Nagalandi, Manipur, Mizoram, Tripura og Meghalaya og að löndunum Bútan í norðri og Bangladess í suðri.
Assam var miðstöð Ahomríkisins. Bretar lögðu landið undir sig frá 1838.
Opinbert tungumál fylkisins er assamíska en bengalska og bodoíska njóta opinberrar stöðu á tilteknum svæðum. Yfir 60% íbúa eru hindúatrúar og 30% múslimar.