Ferill
Ferill er í stærðfræði haft um rúmfræðilegt fyrirbæri sem samsvarar beinni línu en þarf þó ekki að vera bein. Ferill getur verið opinn og hefur þá upphafs- og endapunkt eða lokaður og hefur þá hvorugt. Reikna má ferillengd, sem alltaf er stærri en núll, en getur þó verið óendanleg. Sýna má feril falls, eða ofanvarpið á tvívíða sléttu, eða í tvinnsléttunni, með línuriti (grafi). Keilusnið eru dæmi um algenga ferla.
Eðlisfræðin fjallar mikið um hluti, sem hreyfast í ýmsum sviðum og lýsa ferlar staðsetningu hlutarins í sviðinu á sérhverjum tímapunkti. Ferilheildi eru heildi reiknuð eftir ákveðnum ferli, sem getur verið opinn eða lokaður.