Genf (franska: Genève, ítalska: Ginevra, retó-rómanska: Genevra) er borg í Sviss og höfuðstaður kantónunnar Genf. Þar eru aðsetur ýmissa alþjóðlegra stofnana og samtaka. Borgin er einnig miðstöð fjármála- og viðskiptalífs. Samkvæmt Forbes-listanum er Genf ein dýrasta borg heims til að búa í.

Genf
Skjaldarmerki Genf
Staðsetning Genf
LandSviss
KantónaGenf
Stjórnarfar
 • BæjarstjóriFrédérique Perler
Flatarmál
 • Samtals15,9 km2
Mannfjöldi
 (2018)
 • Samtals201.818
 • Þéttleiki13.000/km2
TímabeltiUTC +1 / UTC +2 (sumar)
Vefsíðaville-geneve.ch

Lega og lýsing

breyta

Genf er suðvestasta borgin í Sviss. Hún stendur við suðvesturenda Genfarvatns á báðum bökkum árinnar Rón, sem þar fellur úr vatninu. Borgin er við landamæri Frakklands og líkist því nokkuð frönskum borgum menningarlega séð. Hún hefur þanist mikið út undanfarna áratugi og margir útbæjarkjarnar myndast.

Skjaldarmerki

breyta

Skjaldarmerki Genfar er tvískiptur. Til vinstri er hálfur svartur örn með rauðar klær, nef, tungu og kórónu á gulum grunni. Til hægri er gulur lykill á rauðum grunni. Örninn er tákn um þýska ríkið. Lykillinn er tákn um furstabiskupana sem stjórnuðu Genf í gegnum aldirnar. Merki þetta kom fram á 15. öld. Skjaldarmerkið er bæði notað af kantónunni og borginni Genf.

Söguágrip

breyta
 
Jóhannes Kalvín umbreytti Genf bæði í trúmálum og stjórnmálum
 
Árásin á Genf 1602

Það voru keltar sem reistu víggirta borg sem þeir nefndu Genava. Rómverjar hertóku hana um 120 f.Kr. Júlíus Caesar sat í Genf árið 58 f.Kr. og meinaði helvetum að flytjast vestur yfir ána Rón. Borgin varð kristin á 4. öld og varð að biskupsdæmi þegar árið 381. Síðar varð Genf hluti af frankaríkinu og Búrgúnd. Árið 1032 tilheyrði Genf þýska ríkinu. Mjög snemma urðu biskuparnir ráðandi afl í borginni og landsvæðinu í kring. Friðrik Barbarossa keisari staðfesti yfirráð biskupanna árið 1162. Yfirráð þessi vöruðu allt til 16. aldar, er Genf gerði samning við Sviss, án þess þó að ganga í sambandið. Þegar íbúarnir tóku siðaskiptum á árunum 1534-36, ráðgerðu kaþólskar kantónur Sviss, sem og hertoginn í Savoy, að hertaka Genf og neyða íbúana til kaþólskrar trúar á ný. En Bern var fljótari fyrir. Borgin sendi herlið til Genfar, sem rak alla fulltrúa Savoy og kaþólsku kantónanna burt. Í júlí 1536 kom Jóhannes Kalvín til Genfar og umbylti trúarsiðum borgarbúa. Hann kom á harðri trúarstjórn, bannaði allar skemmtanir og setti ströng trúarlög. Stjórn hans líktist helst trúarofstæki. Mörgum andstæðingum var harðlega refsað og hundruðir flúðu borgina. Kalvín stofnaði trúarskóla og fluttu margir nemar þaðan kalvínismann til Niðurlanda, Englands og Skotlands. 1584 gerði Genf annan friðarsamning við svissneska sambandið, en kaþólsku kantónurnar voru harðlega á móti því að hleypa Genf inn í sambandið sem nýrri kantónu. Savoy gerði enn eina tilraun til að hrifsa borgina til sín 1602. Nóttina 11. – 12. nóvember réðust hermenn hertogans af Savoy á borgina en voru strádrepnir. Enn í dag er haldið upp á sigurinn í Genf. Á 18. öld gerðu íbúar Genfar nokkrar uppreisnir gegn borgarstjórninni. 1782 náðu íbúar að hrekja ráðamenn burt og mynda eigin stjórn. En hún varaði ekki lengi, því Frakkar ruddust inn í borgina og hertóku hana. Gamla stjórnkerfið var aftur sett á. En þegar franska byltingin var vel á veg komin 1791, kröfðust íbúar meira lýðræðis á ný. Aftur var gerði bylting 1792 og að þessu sinni hrökluðust ráðamenn borgarinnar endanlega burt. Margir voru teknir af lífi. Gerð var gagnbylting með tilheyrandi óeirðum. Það var ekki fyrr en 1796 sem ró komst á í borginni. 1798 hertóku Frakkar Genf og var hún frönsk meðan Napoleons naut við.

Eftir fall Napoleons 1815 yfirgáfu Frakkar borgina, sem tekin var inn í svissneska sambandið. Genf var síðasta héraðið sem tekið hefur verið inn í Sviss sem kantóna. (Yngsta kantónan, Júra, er nefnilega eingöngu splittun á franska hluta Bernar). Á 19. öldinni var Genf mjög opin fyrir listir og vísindi, en hún varð einnig að iðnaðar- og verslunarborg. Borgarmúrarnir voru rifnir, nýjar götur og brýr voru lagðar, stofnuð voru söfn. Genf varð einnig að ráðstefnuborg. Rauði krossinn var stofnaður í Genf 1863, háskóli 1873. Árið 1920 var aðsetur Þjóðabandalagsins fluttar til Genfar. Síðan þá hafa margar alþjóða stofnanir flutt aðalskrifstofur sínar til Genfar.

Alþjóðastofnanir

breyta
 
Aðsetur Alþjóða rauða krossins í Genf

Genf er aðsetur margra alþjóða stofnana og félaga. Þar má m.a. nefna:

Íþróttir

breyta

Aðalknattspyrnulið borgarinnar er Servette FC Genéve. Félagið hefur sautján sinnum orðið svissneskur meistari (síðast 1999), sjö sinnum bikarmeistari (síðast 2001) og þrisvar deildarbikarmeistari (síðast 1980).

Árlega er Maraþonhlaup haldið í borginni síðan 2005. Fyrsta hlaupið var dramatískt, þar sem þrír hlauparar komu nær samtímis í mark. Aðeins 0,6 sekúndur skildi þá að. Sigurvegarinn var Eþíópíumaðurinn Tesfaye Eticha, en hann hefur alls sigrað fjórum sinnum í hlaupinu.

Frægustu börn borgarinnar

breyta
 
Henry Dunant, stofnandi Rauða krossins, fæddist í Genf

Byggingar og kennileiti

breyta
  • Collège Calvin er heiti á skólanum sem Jóhannes Kalvín stofnaði í Genf 1559. Húsið sjálft var reist í þeim tilgangi og vígt á sama ári. Meðal fyrrum nemenda skólans má nefna Henry Dunant, stofnanda Rauða krossins. Byggingin hefur verið stækkuð nokkru sinnum, síðast 1987.
  • Jet d'eau er gosbrunnur í Genfarvatni, örskammt frá miðborginni og er einkennistákn borgarinnar. Vatnssúlan nær upp í 140 metra hæð og er þar með ein hæsta sinnar tegundar í heimi. Gosbrunnurinn var lagður 1885 og var þá aðeins mjög lítill. Árið 1891 var ákveðið að hækka súluna og lýsa á hana að kvöldlagi. Árið 1951 var gosbrunnurinn endurnýjaður. Hann þeytir vatnssúluna með 200 km hraða í allt að 140 metra hæð.
  • Péturskirkjan í Genf er aðalkirkjan í borginni. Byrjað var að reisa hana 1160 í rómönskum stíl og lauk smíðinni hundrað árum síðar í gotneskum stíl. Kirkjan tilheyrir reformeruðu kirkjunni. Jóhann Kalvín var einn þeirra sem predikaði í henni. Þar er enn að finna stól sem Kalvín notaði.

Gallerí

breyta

Heimildir

breyta

* Fyrirmynd greinarinnar var „Genf“ á þýsku útgáfu Wikipedia. Sótt maí 2011.