Kailash Satyarthi (f. 11. janúar 1954) er indverskur aðgerðasinni sem er þekktur fyrir baráttu sína gegn barnaþrælkun. Ásamt Malölu Yousafzai hlaut hann friðarverðlaun Nóbels árið 2014 fyrir „bar­áttu [sína] gegn und­irok­un gagn­vart börn­um og ungu fólki“.[1]

Kailash Satyarthi
कैलाश सत्यार्थी
Kailash Satyarthi árið 2013.
Fæddur11. janúar 1954 (1954-01-11) (70 ára)
ÞjóðerniIndverskur
MenntunBarkatullah-háskóli
StörfRafmagnsverkfræðingur, aðgerðasinni
MakiSumedha Satyarthi
VerðlaunMannréttindaverðlaun Roberts F. Kennedy (1995)
Friðarverðlaun Nóbels (2014)

Æviágrip

breyta

Kailash Satyarthi er menntaður í rafmagnsverkfræði. Hann fékk áhuga á að taka á barnavinnu þegar hann var sex ára og kom auga á barn sem vann við að hreinsa skó vegfarenda á götum Delí. Þegar hann komst að því að milljónir barna í Indlandi neyddust til að vinna fyrir sér fremur en að ganga í skóla fann hann hjá sér köllun til að vinna bug á vandanum.[2]

Árið 1980 hóf Satyarthi baráttu sínu gegn barnaþrælkun og barnamansali með því að stofna hreyfinguna Bachp­an Bachao Andol­an (ísl. „Björgum bernskunni“), sem fæst við að bjarga börnum sem eru látin vinna fyrir ómannsæmandi laun við slæmar aðstæður í indverskum verksmiðjum. Árið 1998 skipulagði hann Heims­göngu gegn barna­vinnu í samstarfi um 2.000 hreyf­inga og verka­lýðsfé­laga í 140 lönd­um til þess að berjast gegn barnaþrælkun.[2]

Talið er að samtök Satyarthi hafi bjargað um 80.000 indverskum börnum úr þrælkunarvinnu.[3]

Tilvísanir

breyta
  1. „Malala og Saty­art­hi fá friðar­verðlaun Nó­bels“. mbl.is. 10. október 2014. Sótt 30. desember 2019.
  2. 2,0 2,1 „Nó­belsorðunni stolið“. mbl.is. 7. febrúar 2017. Sótt 30. desember 2019.
  3. „Réttindi barna í brennidepli“. RÚV. 10. október 2014. Sótt 30. desember 2019.