Fara í innihald

„Fumio Kishida“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Snaevar-bot (spjall | framlög)
m →‎top: laga CS1 villur: fjarlægi falda stafi using AWB
Ekkert breytingarágrip
Lína 28: Lína 28:


Kishida leiddi Frjálslynda lýðræðisflokkinn í kosningum þann 31. október 2021. Flokkurinn viðhélt hreinum meirihluta á japanska þinginu.<ref>{{Vefheimild|titill=Flokkur Kis­hida náði hreinum meiri­hluta|url=https://www.visir.is/g/20212177080d/flokkur-kis-hida-nadi-hreinum-meiri-hluta|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|ár=2021|mánuður=1. nóvember|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=27. nóvember|höfundur=Atli Ísleifsson}}</ref>
Kishida leiddi Frjálslynda lýðræðisflokkinn í kosningum þann 31. október 2021. Flokkurinn viðhélt hreinum meirihluta á japanska þinginu.<ref>{{Vefheimild|titill=Flokkur Kis­hida náði hreinum meiri­hluta|url=https://www.visir.is/g/20212177080d/flokkur-kis-hida-nadi-hreinum-meiri-hluta|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|ár=2021|mánuður=1. nóvember|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=27. nóvember|höfundur=Atli Ísleifsson}}</ref>

Óvinsældir Kishida jukust jafnt og þétt á kjörtímabilinu í takt við versnandi efnahagsástand og ásakanir um spillingu innan Frjálslynda lýðræðisflokksins. Kishida tilkynnti þann 14. ágúst 2024 að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs sem forseti flokksins í september og myndi láta af embætti forsætisráðherra þegar nýr flokksleiðtogi hefur verið kjörinn.<ref>{{Vefheimild|titill=Óvinsæll forsætisráðherra stígur til hliðar|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2024/08/14/ovinsaell_forsaetisradherra_stigur_til_hlidar/|útgefandi=[[mbl.is]]|dags=14. ágúst 2024|skoðað=14. ágúst 2024}}</ref>


==Tilvísanir==
==Tilvísanir==

Útgáfa síðunnar 14. ágúst 2024 kl. 12:33

Fumio Kishida
岸田 文雄
Fumio Kishida árið 2021.
Forsætisráðherra Japans
Núverandi
Tók við embætti
4. október 2021
ÞjóðhöfðingiNaruhito
ForveriYoshihide Suga
Persónulegar upplýsingar
Fæddur29. júlí 1957 (1957-07-29) (67 ára)
Shibuya, Tókýó, Japan
StjórnmálaflokkurFrjálslyndi lýðræðisflokkurinn
MakiYuko Kishida (g. 1988)
HáskóliWaseda-háskóli
Undirskrift

Fumio Kishida (f. 29. júlí 1957) er japanskur stjórnmálamaður, núverandi forsætisráðherra Japans og forseti Frjálslynda lýðræðisflokksins. Hann tók við embætti þann 4. október 2021 eftir afsögn Yoshihide Suga.[1]

Kishida hefur setið á japanska þinginu frá árinu 1993 fyrir Hírosíma og gegndi embætti utanríkisráðherra frá 2012 til 2017 í ríkisstjórn Shinzō Abe.[2]

Kishida gaf kost á sér í forsetakjöri Frjálslynda lýðræðisflokksins í september 2021 eftir að flokksleiðtoginn og forsætisráðherrann Yoshihide Suga lýsti yfir að hann hygðist ekki sitja lengur. Hann vann sigur þann 29. september eftir kosningabaráttu á móti Taro Kono, sem stýrði aðgerðum stjórnvalda gegn COVID-19-faraldrinum, Seiko Noda, fyrrverandi jafnréttisráðherra, og þingkonunni Sanae Takaichi. Eftir kjör sitt á forsetastól hvatti Kishida flokksfélaga sína til að sýna Japönum að Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn væri endurborinn og væri þess verður að fara áfram með stjórn landsmála.[3]

Japanska þingið staðfesti Kishida sem nýjan forsætisráðherra Japans þann 4. október 2021. Kishida hefur talað fyrir breytingum á efnahagsstefnunni sem Japan hefur fylgt frá því á stjórnartíð Shinzō Abe, sem Kishida vill meina að þjóni fyrst og fremst hagsmunum stórfyrirtækja.[4]

Kishida leiddi Frjálslynda lýðræðisflokkinn í kosningum þann 31. október 2021. Flokkurinn viðhélt hreinum meirihluta á japanska þinginu.[5]

Óvinsældir Kishida jukust jafnt og þétt á kjörtímabilinu í takt við versnandi efnahagsástand og ásakanir um spillingu innan Frjálslynda lýðræðisflokksins. Kishida tilkynnti þann 14. ágúst 2024 að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs sem forseti flokksins í september og myndi láta af embætti forsætisráðherra þegar nýr flokksleiðtogi hefur verið kjörinn.[6]

Tilvísanir

  1. Markús Þ. Þórhallsson (4. október 2021). „Japansþing kaus Kishida sem forsætisráðherra“. RÚV. Sótt 4. október 2020.
  2. Atli Ísleifsson (29. september 2021). „Allar líkur á að Kis­hida taki við em­bætti for­sætis­ráð­herra af Suga“. Vísir. Sótt 4. október 2020.
  3. Ásgeir Tómasson (29. september 2021). „Nýr leiðtogi Japans kjörinn“. RÚV. Sótt 4. október 2020.
  4. Atli Ísleifsson (4. október 2021). „Kis­hida stað­festur í em­bætti for­sætis­ráð­herra“. Vísir. Sótt 4. október 2021.
  5. Atli Ísleifsson (1. nóvember 2021). „Flokkur Kis­hida náði hreinum meiri­hluta“. Vísir. Sótt 27. nóvember 2021.
  6. „Óvinsæll forsætisráðherra stígur til hliðar“. mbl.is. 14. ágúst 2024. Sótt 14. ágúst 2024.


Fyrirrennari:
Yoshihide Suga
Forsætisráðherra Japans
(4. október 2021 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti


  Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum og Japan er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.