Fara í innihald

„Norðurland vestra“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
mannfjöldaþróun
Alvaro (spjall | framlög)
Lína 54: Lína 54:


[[Flokkur:Landshlutar Íslands]]
[[Flokkur:Landshlutar Íslands]]


[[de:Norðurland vestra]]
[[en:Norðurland vestra]]
[[et:Norðurland vestra]]
[[fr:Norðurland vestra]]
[[it:Norðurland vestra]]
[[nl:Norðurland vestra]]
[[no:Norðurland vestra]]
[[pt:Norðurland Vestra]]
[[zh:西北區 (冰島)]]

Útgáfa síðunnar 16. október 2008 kl. 16:19

Þróun mannfjölda á Norðurlandi vestra.
ár mannfjöldi hlutfall af
heildarfjölda
1920 8.636 9,14%
1930 8.000 7,36%
1940 7.665 6,30%
1950 7.340 5,09%
1960 7.561 4,22%
1970 7.748 3,79%
1980 8.628 3,73%
1990 8.631 3,35%
2000 7.873 2,76%
2007 7.359 2,34%

Norðurland vestra er hérað sem nær yfir vesturhluta Norðurlands. Það var upphaflega skilgreint sem eitt af átta kjördæmum Íslands árið 1959 og náði yfir Vestur-Húnavatnssýslu, Austur-Húnavatnssýslu og Skagafjarðarsýslu ásamt með kaupstöðunum Sauðárkróki og Siglufirði. Sjá grein um Norðurlandskjördæmi vestra varðandi úrslit alþingiskosninga í kjördæminu. Með breyttri kjördæmaskipan sem fyrst var kosið eftir 2003 var Norðurlandskjördæmi vestra sameinað Vesturlandskjördæmi og Vestfjarðakjördæmi til að mynda Norðvesturkjördæmi.

1992 var Héraðsdómur Norðurlands vestra stofnaður með aðsetur á Sauðárkróki.

Norðurland vestra er eitt af átta héruðum sem Hagstofa Íslands notar við framsetningu á ýmsum talnagögnum, t.d. um íbúafjölda. Árið 2007 minnkaði héraðið þegar Siglufjörður sameinaðist Ólafsfirði. Sameinað sveitarfélag þeirra, Fjallabyggð, telst nú til Norðurlands eystra.

1. desember 2007 bjuggu 7.359 á Norðurlandi vestra, þar af 2.555 á Sauðárkróki. Aðrir stærri bæir eru Blönduós, Hvammstangi og Skagaströnd.