Kristín Eiríksdóttir
Kristín Eiríksdóttir (f. 1981) er íslenskt ljóðskáld og rithöfundur. Hennar fyrsta ljóðabók, Kjötbærinn, sem Bókaútgáfan Bjartur gaf út 2004, vakti mikla athygli og henni fylgdi hún eftir með annarri ljóðabók, Húðlit auðnin, hjá Nýhil 2006, en ljóð eftir hana birtust einnig í safnritinu Ást æða varps sem Nýhil gaf út 2005. Síðan þá hefur hún sent frá sér margskonar ritverk, ljóð, leikrit, smásögur og skáldsöguna Hvítfeld, sem kom út hjá JPV útgáfu árið 2012 og var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna. Árið 2014 sendi Kristín síðan frá sér ljóða og myndverkabókina Kok sem tilnefnd var til Íslensku bókmenntaverðlaunanna það ár. Hún hefur einnig skrifað fyrir leikhús, leikritin Karma fyrir fugla ásamt Karí Ósk Grétudóttur, og Kristín Jóhannesdóttir setti upp fyrir Þjóðleikhúsið 2013, einþáttunginn Skríddu sem Kristín Eysteinsdóttir setti upp fyrir Borgarleikhúsið 2013 og Hystory sem Sokkabandið setti upp í Borgarleikhúsinu 2015.
Kristín er dóttir Ingibjargar Haraldsdóttur, rithöfundar og þýðanda.
Ritaskrá
Ljóð
- Kjötbærinn, Bjartur, 2004
- Húðlit auðnin, Nýhil, 2006
- Annarskonar sæla, JPV útgáfa, 2008
- Kok, JPV útgáfa, 2014
Smásagnasöfn
- Doris deyr, JPV útgáfa, 2010
Skáldsögur
- Hvítfeld - fjölskyldusaga, JPV 2012
- Elín, ýmislegt, JPV 2017
Leikrit
- Karma fyrir fugla (ásamt Karí Ósk Grétudóttur), 2013
- Skríddu, 2013
- Hystory, 2015
Þýðingar
- Hundshaus, skáldsaga e. Morten Ramsland, Mál og menning, 2007