Fara í innihald

Jóhann af Lúxemborg

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 5. október 2023 kl. 18:09 eftir Snaevar-bot (spjall | framlög) Útgáfa frá 5. október 2023 kl. 18:09 eftir Snaevar-bot (spjall | framlög) (top: laga CS1 villur: tek tengil af tungumálum using AWB)
(breyting) ← Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Skjaldarmerki Nassá-Weilburg-ætt Stórhertogi Lúxemborgar
Nassá-Weilburg-ætt
Jóhann af Lúxemborg
Jóhann
Ríkisár 12. nóvember 19647. október 2000
SkírnarnafnJean Benoît Guillaume Robert Antoine Louis Marie Adolphe Marc d'Aviano
Fæddur5. janúar 1921
 Colmar-Berg, Lúxemborg
Dáinn23. apríl 2019 (98 ára)
 Lúxemborg, Lúxemborg
Undirskrift
Konungsfjölskyldan
Faðir Felix prins af Bourbon-Parma
Móðir Karlotta af Lúxemborg
StórhertogafrúJósefína Karlotta Belgíuprinsessa (g. 1953; d. 2005)
BörnMaría Ástríður, Hinrik af Lúxemborg, Jóhann, Margrét, Vilhjálmur

Jóhann (5. janúar 1921 – 23. apríl 2019) var stórhertogi Lúxemborgar frá 1964 þar til hann sagði af sér árið 2000.

Jóhann var elsti sonur stórhertogaynjunnar Karlottu og eiginmanns hennar, Felix prins. Á árum seinni heimsstyrjaldarinnar flúði hann land ásamt móður sinni og öðrum ættingjum undan innrás nasista. Hann gegndi herþjónustu í breska hernum í stríðinu ásamt föður sínum og tók þátt í innrásinni í Normandí og frelsun Lúxemborgar undan hernámi Þjóðverja árið 1944.[1][2][3]

Í apríl árið 1953 kvæntist Jóhann Jósefínu Karlottu, dóttur Leópolds 3. Belgíukonungs.[3] Jóhann tók við ríkinu af móður sinni þegar hún ákvað að segja af sér árið 1964. Gott orð fór af Jóhanni sem stórhertoga Lúxemborgar og á ríkisárum hans naut landið bæði efnahagslegrar farsældar og pólitísks stöðugleika. Georges Pompidou, forseti Frakklands, sagði í kímni um Jóhann: „Ef Evrópa ætti að kjósa sér arfgengan forseta yrði það vafalaust stórhertoginn af Lúxemborg.“[4]

Jóhann ákvað að afsala sér völdum eftir 36 ára valdatíð árið 2000 til elsta sonar síns, Hinriks. Hann lést tæpum nítján árum síðar, þann 23. apríl 2019.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Jean, stórhertogi, tekur við völdum í Luxemburg af móður sinni“. Morgunblaðið. 17. nóvember 1964. Sótt 3. maí 2019.
  2. 2,0 2,1 „Stórhertogi Lúxemborgar látinn“. RÚV. 23. apríl 2019. Sótt 3. maí 2019.
  3. 3,0 3,1 „Jean prins af Lúxemborg og forfeður hans“. Fálkinn. 2. apríl 1954. Sótt 3. maí 2019.
  4. Michelland, Antoine; Delorme, Philippe (14. apríl 2017). „Grand-duc Jean de Luxembourg“ (franska). Point de Vue. Sótt 3. maí 2019.


Fyrirrennari:
Karlotta
Stórhertogi Lúxemborgar
(12. nóvember 19647. október 2000)
Eftirmaður:
Hinrik