Jóhann af Lúxemborg
| ||||
Jóhann
| ||||
Ríkisár | 12. nóvember 1964 – 7. október 2000 | |||
Skírnarnafn | Jean Benoît Guillaume Robert Antoine Louis Marie Adolphe Marc d'Aviano | |||
Fæddur | 5. janúar 1921 | |||
Colmar-Berg, Lúxemborg | ||||
Dáinn | 23. apríl 2019 (98 ára) | |||
Lúxemborg, Lúxemborg | ||||
Undirskrift | ||||
Konungsfjölskyldan | ||||
Faðir | Felix prins af Bourbon-Parma | |||
Móðir | Karlotta af Lúxemborg | |||
Stórhertogafrú | Jósefína Karlotta Belgíuprinsessa (g. 1953; d. 2005) | |||
Börn | María Ástríður, Hinrik af Lúxemborg, Jóhann, Margrét, Vilhjálmur |
Jóhann (5. janúar 1921 – 23. apríl 2019) var stórhertogi Lúxemborgar frá 1964 þar til hann sagði af sér árið 2000.
Jóhann var elsti sonur stórhertogaynjunnar Karlottu og eiginmanns hennar, Felix prins. Á árum seinni heimsstyrjaldarinnar flúði hann land ásamt móður sinni og öðrum ættingjum undan innrás nasista. Hann gegndi herþjónustu í breska hernum í stríðinu ásamt föður sínum og tók þátt í innrásinni í Normandí og frelsun Lúxemborgar undan hernámi Þjóðverja árið 1944.[1][2][3]
Í apríl árið 1953 kvæntist Jóhann Jósefínu Karlottu, dóttur Leópolds 3. Belgíukonungs.[3] Jóhann tók við ríkinu af móður sinni þegar hún ákvað að segja af sér árið 1964. Gott orð fór af Jóhanni sem stórhertoga Lúxemborgar og á ríkisárum hans naut landið bæði efnahagslegrar farsældar og pólitísks stöðugleika. Georges Pompidou, forseti Frakklands, sagði í kímni um Jóhann: „Ef Evrópa ætti að kjósa sér arfgengan forseta yrði það vafalaust stórhertoginn af Lúxemborg.“[4]
Jóhann ákvað að afsala sér völdum eftir 36 ára valdatíð árið 2000 til elsta sonar síns, Hinriks. Hann lést tæpum nítján árum síðar, þann 23. apríl 2019.[2]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Jean, stórhertogi, tekur við völdum í Luxemburg af móður sinni“. Morgunblaðið. 17. nóvember 1964. Sótt 3. maí 2019.
- ↑ 2,0 2,1 „Stórhertogi Lúxemborgar látinn“. RÚV. 23. apríl 2019. Sótt 3. maí 2019.
- ↑ 3,0 3,1 „Jean prins af Lúxemborg og forfeður hans“. Fálkinn. 2. apríl 1954. Sótt 3. maí 2019.
- ↑ Michelland, Antoine; Delorme, Philippe (14. apríl 2017). „Grand-duc Jean de Luxembourg“ (franska). Point de Vue. Sótt 3. maí 2019.
Fyrirrennari: Karlotta |
|
Eftirmaður: Hinrik |