Fara í innihald

Hjálp:Spjallsíður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 3. febrúar 2024 kl. 07:32 eftir Snaevar-bot (spjall | framlög) Útgáfa frá 3. febrúar 2024 kl. 07:32 eftir Snaevar-bot (spjall | framlög) (laga html villur og/eða valmöguleika í myndatengli using AWB)
(breyting) ← Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Nafnarými
Grunnnafnarými Spjallnafnarými
(ekkert forskeyti) Spjall
Notandi Notandaspjall
Wikipedia Wikipediaspjall
Snið Sniðaspjall
Flokkur Flokkaspjall
Mynd Myndaspjall
Hjálp Hjálparspjall
Gátt Gáttaspjall
Melding Meldingarspjall
Sýndarnafnarými
Kerfissíða
Media

Spjallsíða er síða sem notendur Wikipedia geta notað til þess að ræða mál sín á milli sem varða greinar eða aðrar síður á Wikipediu.

Spjallsíða greinar heitir „Spjall:Dæmi“ ef „Dæmi“ er nafn greinarinnar. Þannig er spjallsíðuna fyrir greinina um Ísland að finna hér: Spjall:Ísland. Síður í öðrum nafnrýmum hafa líka sínar spjallsíður. Þannig er spjallsíðan fyrir síðuna „Wikipedia:Samfélagsgátt“ staðsett á „Wikipediaspjall:Samfélagsgátt“. Yfirlit yfir önnur nafnrými og heiti á spjallsíðum þeirra er í töflunni hér hægra megin.

Myndband á ensku um notkun spjallsíðna, 2m 30s (8 MB)

Notendasíður hafa einnig meðfylgjandi spjallsíður. (til dæmis: Notandaspjall:Bjarki S). Þegar aðrir notendur vilja senda þér skilaboð þá munu þeir yfirleitt skilja þau eftir á þínu notandaspjalli. Þegar þín bíða skilaboð á notandaspjalli þínu þá færðu upp appelsínugulan borða efst á síðunni næst þegar þú skráir þig inn á Wikipediu.

Hvernig finn ég spjallsíður

[breyta | breyta frumkóða]

Þegar þú ert að skoða grein (eða hvaða aðra síðu sem er á Wikipediu sem ekki er spjallsíða), þá er tengill á spjallsíðu viðkomandi síðu í „Spjall“-flipanum efst til vinstri nálægt merki Wikipediu. Smelltu á þennan flipa til þess að opna spjallsíðuna. Þá getur þú skoðað spjallsíðuna, breytingasögu hennar og breytt síðunni ef þú vilt bæta við spurningu eða athugasemd.

Ef „Spjall“-tengillinn er rauður þá merkir það að spjallsíðan er ekki til. Það er einfaldlega vegna þess að enginn hefur séð ástæðu til þess að ræða efni síðunnar hingað til. Þér er óhætt að smella á rauða tengilinn, gera þær breytingar sem þú vilt og vista svo síðuna. Þannig verða nýjar spjallsíður til.

Ef þú vilt fara aftur á síðuna sem spjallsíðan fylgdi, þá smellir þú bara á flipann sem er vinstra megin við „Spjall“. Sá flipi heitir mismunandi nöfnum eftir því í hvaða nafnrými síðan er, ef um er að ræða grein þá heitir hann einfaldlega „Síða“.

Notandaspjall

[breyta | breyta frumkóða]

Allir notendur með notendanafn hafa eigin notandaspjallsíðu þar sem aðrir notendur vefsins geta skilið eftir skilaboð til hans, þar á meðal notendur sem hafa ekki búið til notandanafn. Ef einhver skilur eftir skilaboð til þín á notandaspjallinu þína þá sérð þú borða þvert yfir skjáinn efst á síðunni þar sem segir „þú hefur fengið ný skilaboð“ með tengli á notandaspjallið þitt.

Tvær leiðir eru til þess að svara skilaboðum sem þér berast. Önnur er að svara á notandaspjalli þess notanda sem sendi þér skilaboðin. Hin leiðin er að svara fyrir neðan skilaboðin á þínu notandaspjalli. Báðar aðferðir eru notaðar á Wikipediu en hætta er á því að svar á þínu eigin notandaspjalli geti farið framhjá notandanum sem hóf samtalið þar sem hann fær þá ekki tilkynningu um svarið. Þetta á þó frekar við á stærri útgáfum Wikipediu en þeirri íslensku þar sem breytingar á íslensku útgáfunni eru alla jafna það fáar að virkir notendur geta auðveldlega haft yfirsýn yfir allar breytingar sem gerðar eru á vefnum. Hvora leiðina sem þu velur, þá getur verið sniðugt að setja tilkynningu efst á notandaspjall þitt um það þannig að notendur sem senda þér skilaboð viti hvers þeir eigi að vænta.

Inndráttur

[breyta | breyta frumkóða]

Inndráttur texta er mikið notaður á spjallsíðum Wikipediu til þess að gera þær læsilegri. Venjan er að draga inn um eitt bil miðað við athugasemdina sem þú ert að svara. Þetta má gera á nokkra vegu:

Einfaldur inndráttur

[breyta | breyta frumkóða]

Einfaldasta leiðin til þess að draga inn textann er að setja tvípunkt (:) í upphaf línu. Því fleiri tvípunkta sem þú notar, þeim mun lengri verður inndrátturinn. Ef þú byrjar á nýrri línu með því að ýta á „enter“, þá hverfur allur inndráttur þannig að þú þarft að setja inn sama fjölda tvípunkta aftur ef svarið þitt er nokkrar málsgreinar og þú vilt að þær séu allar jafn langt inndregnar.

Dæmi:

Þessi lína byrjar við vinstri jaðar síðunnar.
: Þessi er inndregin lítillega.
:: Þessi er inndregin meira.

Birtist sem:

Þessi lína byrjar við vinstri jaðar síðunnar.
Þessi er inndregin lítillega.
Þessi er inndregin meira.

Punktalisti

[breyta | breyta frumkóða]

Þú getur einnig inndregið textann með listapunktum. Til þess að setja inn punkt skrifar þú stjörnu (*). Listapunktarnir virka eins og inndráttur með tvípunktum að því leyti að því fleiri stjörnur sem þú notar, þeim mun meiri verður inndrátturinn.

Dæmi:

* Fyrsta atriði lista
* Annað atriði lista
** Undiratriði annars atriðis
* Þriðja atriði lista

Birtist svona:

  • Fyrsta atriði lista
  • Annað atriði lista
    • Undiratriði annars atriðis
  • Þriðja atriði lista

Númeraður listi

[breyta | breyta frumkóða]

Þú getur einnig notað númeraðan lista. Þá notar þú tölutáknið (#). Þetta er venjulega bara notað í kosningum og skoðannakönnunum. Þetta er notað eins og listapunktarnir þannig að fleiri # merki gera meiri inndrátt.

Dæmi:

# Fyrsta atriði lista
# Annað atriði lista
## Undiratriði annars atriðis
# Third item

Birtist svona:

  1. Fyrsta atriði lista
  2. Annað atriði lista
    1. Undiratriði annars atriðis
  3. Þriðja atriði lista

Dæmi um umræðu

[breyta | breyta frumkóða]

Hér er dæmi um vel uppsetta umræðu:

Hæ. Ég er með spurningu um þessa grein. Ég er nokkuð viss um að geirfuglinn búi bara í Kópavogi. GummiGræni 02:49, 10. október 2011 (UTC)

Já, ég sá nokkra bleika geirfugla þegar ég var þar síðast. — geirfyglið 17:28, 11. október 2011 (UTC)
Þið þurfið að finna einhverjar heimildir fyrir fullyrðingum ykkar. Ég_efast2008 20:53, 11. október 2011 (UTC)
Ekkert mál, þessir aðilar staðfesta það sem ég var að segja:
  • Kopavogspósturinn
  • Geirfuglablogg Guðfinnu
geirfyglið 19:09, 12. október 2011 (UTC)
Þessar heimildir eru ekki áreiðanlegar. Samkvæmt Umhverfisstofnun eru engir (hvorki bleikir né venjulegir) geirfuglar í Kópavogi. Kóp4Life 17:28, 13. október 2011 (UTC)

Ég bý á Fáskrúðsfirði og okkar geirfuglar líkjast hreindýrum! Fyrir neðan eru notendur sem eru sammála mér: Austfirðingurinn 17:28, 15. október 2011 (UTC)

  1. óhreindýr 01:22, 15. október 2011 (UTC)
  2. ÉgStaðfestiAllt 05:41, 15. október 2011 (UTC)
  3. SeinnAðFatta 18:39, 28. mars 2012 (UTC)
Þið þurfið samt að geta vísað á heimild. Munið eftir sannreynanleikareglunni. Kóp4Life 20:56, 29. mars 2012


Ef þú vilt hafa lista í athugasemd þinni þá getur þú bætt við tvípunktum á undan stjörnunum til þess að atriðin komi með réttum inndrætti:

::: Ekkert mál, þessir aðilar staðfesta það sem ég var að segja:
::: * ''Kopavogspósturinn''
::: * ''Geirfuglablogg Guðfinnu''
::: ~~~~

Eins og áður sagði, þá undirritar þú athugasemdir þínar svona:

  • Með því að skrifa ~~~~ færðu undirritun með notandanafni og dagsetningu (geirfyglið 17:28, 11. október 2011 (UTC)).

Það er líka hægt að undirrita með eingöngu notandanafni eða eingöngu dagsetningu en það er sjaldan notað:

  • Með því að skrifa ~~~ færðu bara notandanafn (geirfyglið).
  • Með því að skrifa ~~~~~ færðu bara dagsetningu 17:28, 11. október 2011 (UTC)).

Þú hefur ný skilaboð

[breyta | breyta frumkóða]

Þegar annar notandi hefur gert breytingu á notandaspjallinu þínu þá færð þú sjálfkrafa upp tilkynningu um það þegar skráir þig næst inn á Wikipediu. Tilkynningin hverfur ekki fyrr en þú hefur athugað notandaspjallið þitt. Ef þú smellir á „ný skilaboð“ ferðu á notandaspjallsíðuna þína en ef þú smellir á „síðasta breyting spjallsíðunnar“ þá færðu upp yfirlit yfir síðustu breytingu á síðunni og sérð nákvæmlega hvað fólst í henni.