Fara í innihald

Solingen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Solingen.

Solingen er borg í sambandsríkinu Norðurrín-Vestfalía í Þýskalandi. Hún er rétt suður af Wuppertal, 25 km austur af Düsseldorf og suður af Ruhr-svæðinu. Íbúar voru um 160.000 árið 2020. Solingen hefur verið kölluð Borg blaðanna en þar er þekkt framleiðsla á hnífum, sverðum, skærum og rakblöðum. Gamli bærinn gjöreyðilagðist í seinni heimsstyrjöld.

Müngstener-lestarbrúin sem tengir Solingen við borgina Remscheid er hæsta lestarbrú landsins eða 107 metrar.

Bergischer HC er handboltalið borgarinnar.