Fara í innihald

Wanli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Prentvæn útgáfa er ekki lengur studd og gæti verið með myndgerðarvillur. Uppfærðu bókamerki vafrans þíns og notaðu frekar sjálfgefna prentunaraðgerð vafrans.
Wanli

Wanli (4. september 156318. ágúst 1620) var keisari Mingveldisins í Kína frá 1572 til dauðadags. Hann var sonur Longqing keisara og hét upphaflega Zhu Yijun. Wanli var sá keisari Mingveldisins sem lengst sat í embætti. Í valdatíð hans hnignaði stjórn Mingveldisins.

Fyrstu ríkisár Wanlis var stjórn landsins í höndum Zhang Juzheng sem var hæfur stjórnandi og landið blómstraði. Eftir lát Zhangs 1582 tók Wanli sjálfur við stjórninni og afturkallaði sumar af umbótum Zhangs. Þessi ár tókst hann á við þrjár styrjaldir sem hann sigraði allar. Sú fyrsta var stríð við Mongóla sem var hrundið. Önnur styrjöldin var við Japani sem réðust á Kóreuskagann undir stjórn Toyotomi Hideyoshi. Að síðustu tókst honum að bæla niður uppreisn Yang Yin Long.

Eftir 1600 hætti keisarinn að taka eins mikinn þátt í stjórnun ríkisins og stóð jafnvel í vegi fyrir ákvarðanatöku. Á þessum tíma gerðu mansjúmenn uppreisn undir stjórn herforingjans Nurhaci.