Vatíkönsk líra
Útlit
Vatíkönsk líra lira vaticana | |
---|---|
Land | Vatíkanið (áður) Ítalía (áður) San Marínó (áður) |
Skiptist í | 100 hundraðshluta (centesimo) |
ISO 4217-kóði | VAL |
Skammstöfun | ₤ / £ / L |
Mynt | 50, 100, 200, 500, 1000 lírur |
Vatíkönsk líra (ítalska: lira vaticana) var gjaldmiðill notaður í Vatíkaninu áður en evran var tekin upp árið 2002. Ein líra skiptist í 100 hundraðshluta (centesimo). Vatíkönsk líra jafngildi ítalskri líru. Við upptöku evrunnar var gengið fest í 1 EUR = 1936,27 VAL.