Fara í innihald

Bardagi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bardagi á yfirleitt við um vopnuð átök milli einstaklinga eða hópa þar sem þeir reyna að hafa sigur (þar sem hagsmunir annars aðilans ná yfirhöndinni yfir andstæða hagsmuni andstæðingsins) með því að beita andstæðinginn ofbeldi og þar sem sá möguleiki er fyrir hendi að þátttakendur séu drepnir, ólíkt slag sem yfirleitt fer fram með berum höndum og þar sem manndráp eru ekki hluti af ætlun þátttakenda. Á fyrri tímum voru þessi tvö hugtök hins vegar stundum notuð sem samheiti.

Bardagi er oft háður sérstökum reglum. Það á til dæmis við um einvígi og hólmgöngur. Genfarsáttmálinn er dæmi um reglur um meðferð hermanna í stríði og riddaramennska var á miðöldum hefðir sem vörðuðu hegðun „sannra“ riddara. Viðureign í hnefaleikum kallast ,,bardagi".

Orrusta er dæmi um bardaga milli tveggja herliða í stríði í samræmi við tiltekna hernaðaráætlun.