Fara í innihald

himinn

Pending
Úr Wikiorðabók, frjálsu orðabókinni

Íslenska


Fallbeyging orðsins „himinn“
Eintala Fleirtala
án greinis með greini án greinis með greini
Nefnifall himinn himinninn himnar himnarnir
Þolfall himin himininn himna himnana
Þágufall himni himninum himnum himnunum
Eignarfall himins himinsins himna himnanna
Önnur orð með sömu fallbeygingu
[1] Himinn yfir jörðina

Nafnorð

himinn (karlkyn); sterk beyging

[1] loft, himinhvolf
[2] guðfræði: paradís
[3] sögulegt: festing; staður þar sem guðirnir og englar búa
Framburður
IPA: [hɪːmɪn]
Samheiti
[2] paradís, himnaríki, fornt: andlangur, fornt; skáldamál: élhöll
Andheiti
[1] jörð
[2] helvíti
Orðtök, orðasambönd
[1] undir berum himni, til himins
[2] farinn til himna
[2] myndrænt: sjöundi himinn, vera í sjöunda himni
[2] myndrænt: hefja einhvern til himna (hrósa einhverjum)
Sjá einnig, samanber
himinlifandi, himinljós, himinlogi, himinloft (himindjúp)
Dæmi
[1] „Bláa ljósið, sem er hluti hvíta ljóssins, dreifist miklu meira en annað og því er himinninn blár.“ (VísindavefurinnWikiorðabók:Bókmenntaskrá#Vísindavefurinn: Af hverju er himinninn blár?)
[2] „27 En mun Guð í sannleika búa á jörðu? Sjá, himinninn og himnanna himnar taka þig ekki, hve miklu síður þá þetta hús, sem ég hefi reist.“ (Snerpa.isWikiorðabók:Bókmenntaskrá#Snerpa.is: Fyrri bók konunganna, hirðsaga Davíðs, 8:27)
[3] „Mikið þótti mér þeir hafa snúið til leiðar er jörð og himinn var gert og sól og himintungl voru sett og skipt dægrum.“ (Snerpa.isWikiorðabók:Bókmenntaskrá#Snerpa.is: Gylfaginning)

Þýðingar

Tilvísun

Himinn er grein sem finna má á Wikipediu.
Icelandic Online Dictionary and Readings „himinn