Kolaportið
Kolaportið er vinsæll flóamarkaður í miðbæ Reykjavíkur sem er opinn um helgar.
Kolaportið opnaði fyrst í bílastæðakjallara Seðlabankans við Arnarhól árið 1989.[1] Fimm árum seinna, árið 1994 flutti Kolaportið um set og er nú til húsa á fyrstu hæð Tollhússins við Tryggvagötu. [2] Í húsinu er Kaffi Port, kaffihús. Fyrirkomulagið er þannig að stóru gólfplássi Tollhússins er skipt niður í 6m² bása sem eru leigðir út.[3] Árið 2021 var Kolaportið uppgert og bar, matsölustaðir smíðaðir og hægt var að breyta því í veislusal, markaðstorg og viðburðatorg [4]
Ég hitti alltaf einhvern sem ég þekki, fólk úr borginni eða utan af landi. Þetta er frábær samkomustaður, einn aðalsamkomustaður borgarinnar um helgar. Portið er skemmtileg upplyfting í bæjarlífinu“
— Ingólfur Viktorsson, stofnandi Landssamtaka hjartasjúklinga (laugardagsblaði DV 21. nóvember 1992).
Margir þekktir sölumenn hafa starfað í Kolaportinu, þar má helst nefna Gulla sem var að selja postulín og skrautmuni í árabil, þrátt fyrir háan aldur. Sölumenn í kolaportinu tæma geymslurnar sínar og koma munum fyrir á söluborði í Kolaportinu. Jens Ingólfsson var framkvæmdastjóri Kolaportsins árið 1994. Hann sagði í viðtali við DV að um tuttugu þúsund manns komu þangað um helgar.[5][6]
Tilvísanir
breyta- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. desember 2009. Sótt 30. nóvember 2009.
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. apríl 2015. Sótt 30. nóvember 2009.
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. nóvember 2009. Sótt 30. nóvember 2009.
- ↑ Heimsókn í óþekkjanlegt Kolaport Vísir, sótt 18/10 2021
- ↑ „Dagblaðið Vísir - DV - 267. tölublað - Helgarblað (21.11.1992) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 5. júlí 2024.
- ↑ „Morgunblaðið - Morgunblaðið B - Sunnudagur (22.05.1994) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 5. júlí 2024.