Línuleg algebra
Línuleg algebra er grein innan stærðfræðinnar sem lýtur að rannsóknum á vigrum, vigurrúmum, línulegum vörpunum og línulegum jöfnuhneppum. Þar sem vigurrúm eru mikilvæg í nútíma stærðfræði er línuleg algebra mikið notuð, bæði í hreinni algebru og í fallagreiningu. Línuleg algebra hefur ennfremur víðtækt notagildi í hnitarúmfræði, náttúruvísindum og félagsvísindum, þar sem oft er hægt að umrita ólínuleg líkön í línuleg líkön, til dæmis með beitingu velda, róta eða logra.
Tenglar
breyta- Fyrirlestrar í línulegri algebru hjá MIT Geymt 18 september 2005 í Wayback Machine
- „Linear Algebra Toolkit“.
- „Linear Algebra Workbench“: margföldun og andhverfur fylkja, lausnir jöfnuhneppa, eigengildi, o.fl.
- Línuleg algebra hjá MathWorld.
- Frí kennslubók í línulegri algebru á PDF sniði.