Tucker Carlson
Tucker Swanson McNear Carlson[1] (fæddur 16. maí 1969)[2] er bandarískur íhaldsmaður, sjónvarpsmaður, stjórnmálaskýrandi og rithöfundur. Carlson starfaði fyrir ýmsar sjónvarpsstöðvar, þar á meðal CNN og MSNBC, þar til hann byrjaði sem stjórnmálaskýrandi fyrir Fox News árið 2009.[3] Hann stjórnaði pólitíska umræðuþættinum Tucker Carlson Tonight á Fox News frá 14. nóvember 2016 til 24. apríl 2023.
Tucker Carlson | |
---|---|
Fæddur | Tucker McNear Carlson 16. maí 1969 San Francisco, Kaliforníu, BNA |
Þjóðerni | Bandarískur |
Störf | Sjónvarpsmaður |
Flokkur | Repúblikani |
Tucker Carlson Tonight
breytaFrá og með árinu 2020 hefur Tucker Carlson Tonight verið með stærsta áhorfendahópinn af öllum fréttaþáttum í Bandaríkjunum.[4] Í þáttunum hefur Tucker Carlson sagt álit sitt á stjórnmálum, innflytjendum, þungunarrofi, kynþáttaátökum, utanríkisstefnu Bandaríkjanna, ásamt ýmsu öðru, sem hefur valdið miklum deilum.[5][6] Hann hefur opinberlega talað gegn stefnu vinstrimanna og lýst sér sem stuðningsmanni hægri popúlista.[7] Samtökin Politico hafa lýst Tucker Carlson sem einum áhrifamesta talsmanni Donalds Trumps Bandaríkjaforseta og stjórnmálastefnu hans.[8] Donald Trump hefur viðurkennt að hann horfi reglulega á Tucker Carslon Tonight og það er vitað að álit Tuckers Carlsons hefur haft áhrif á ákvarðanir og stefnu Trumps.[9]
Carlson hætti störfum hjá Fox News þann 23. apríl árið 2023. Starfslok hans hjá fyrirtækinu komu stuttu eftir að Fox féllst á að greiða kosningavélaframleiðandanum Dominion Voting Systems andvirði um 107 milljarða króna í bætur vegna ósanninda sem sem margir fjölmiðlamenn Fox breiddu út um að Dominion hefði beitt vélum sínum til að stuðla að svindli í bandarísku forsetakosningunum 2020.[10]
Stjórnmál
breytaTucker Carlson var upphaflega talsmaður frjálslyndrar efnahagsstefnu en nú myndi hann hins vegar gagnrýna hugmyndafræði frjálslyndra og kalla hana verkfæri elítunnar til að ræna auði Bandaríkjamanna.[11] Carlson gerðist virkur fylgismaður verndarstefnunnar sem byggist á þeim grundvelli að Bandaríkin hafi tapað á því að taka virkan þátt í alþjóðamálum og viðskiptum og ættu þar af leiðandi að draga sig til baka á alþjóðavettvangi. Carlson hefur talað gegn frjálsri verslun og innrásum Bandaríkjanna í Miðausturlönd.[12][13]
Tilvísanir
breyta- ↑ Plott, Elaina (15. desember 2019). „What Does Tucker Carlson Believe?“. The Atlantic (bandarísk enska). Sótt 17. nóvember 2020.
- ↑ „Tucker Carlson“. directtv.
- ↑ Hagey, Keach (10. júní 2020). „WSJ News Exclusive | Fox News Host Tucker Carlson Leaves the Daily Caller“. Wall Street Journal (bandarísk enska). ISSN 0099-9660. Sótt 17. nóvember 2020.
- ↑ Joyella, Mark. „Tucker Carlson Has Highest-Rated Program In Cable News History“. Forbes (enska). Sótt 17. nóvember 2020.
- ↑ „Tucker Carlson's Weekly TV Ratings Rise Despite Boycotts“. TheWrap (bandarísk enska). 19. mars 2019. Sótt 17. nóvember 2020.
- ↑ Business, Brian Stelter, CNN. „Tucker Carlson ad boycott causes headaches for Fox News“. CNN. Sótt 17. nóvember 2020.
- ↑ Coppins, McKay (23. febrúar 2017). „Tucker Carlson: The Bow-Tied Bard of Populism“. The Atlantic (bandarísk enska). Sótt 17. nóvember 2020.
- ↑ Thompson, Alex. „Tucker Carlson 2024? The GOP is buzzing“. POLITICO (enska). Sótt 17. nóvember 2020.
- ↑ Baker, Peter; Haberman, Maggie; Gibbons-Neff, Thomas (22. júní 2019). „Urged to Launch an Attack, Trump Listened to the Skeptics Who Said It Would Be a Costly Mistake (Published 2019)“. The New York Times (bandarísk enska). ISSN 0362-4331. Sótt 17. nóvember 2020.
- ↑ Kolbeinn Tumi Daðason (23. apríl 2023). „Tucker Carlson hættur hjá Fox News“. Vísir. Sótt 23. apríl 2023.
- ↑ „Tucker Carlson thinks libertarians run the economy. That's news to Ron Paul“. Washington Examiner (enska). 7. júní 2019. Sótt 17. nóvember 2020.
- ↑ Plott, Elaina (15. desember 2019). „What Does Tucker Carlson Believe?“. The Atlantic (bandarísk enska). Sótt 17. nóvember 2020.
- ↑ „Republican Convention: Tucker Carlson (washingtonpost.com)“. www.washingtonpost.com. Sótt 17. nóvember 2020.