Vanilla Sky er bandarísk spennumynd frá árinu 2001 sem Cameron Crowe framleiddi, skrifaði og leikstýrði. Myndin er endurgerð af spænsku myndinni Abre los ojos (Opnaðu augun þín) frá árinu 1997. Tom Cruise, Cameron Diaz og Penélope Cruz fara með aðalhlutverkin í myndinni. Myndin kom út í kvikmyndahúsum í desember 2001 og var lagið Vanilla Sky sem Paul McCartney hafði skrifað fyrir myndina tilnefnt til margra verðlauna þar á meðal til Óskarsverðlauna og Golden Globe verðlauna en Cameron Diaz var einnig tilnefnd til Golden Globe fyrir bestu leikkonu í aukahlutverki.

  Þessi kvikmyndagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.