JavaScript
Skal ekki vera ruglað saman við forritunarmálið Java. JavaScript er hlutbundið forskriftumál, einnig þekkt sem ECMAScript.
Það er notað í vefsíðum, semsagt fellt inn í HTML skjal og síðan unnið í biðlaranum, venjulega vafra. Flestir fremstu vafrarnir á markaðnum styðja JavaScript þokkalega. Meðal þeirra eru w:Internet Explorer, Firefox og allir Mozilla byggðir vafrar. Opera, w:Netscape og w:Chrome styðja Javascript ásamt Internet Explorer og Firefox.
Fyrir þetta námskeið þarftu lágmarkskunnáttu í HTML, þekkja mörk (tögg) og skilja hvað þau gera.
innfelling í HTML skjal
[breyta]Til að fella JavaScript kóða í HTML skjal þarftu bara lágmarks mörkin og svo head eða body markið. Hægt er að fella það inn í hausinn (head markið) innann í script markinu, í body markið alveg eins, í sér JavaScript skjali með nafnbótina *.js og svo sem gildi í eigindum.
innfelling með eigindum
[breyta]Músaeigindi | Lyklaborðseigindi | Eyðufyllinga eigindi | Önnur eigindi |
---|---|---|---|
onclick | onkeydown | onfocus | onload |
omousedown | onkeyup | onblur | onunload |
onmouseup | onkeypress | onchange | onresize |
ondbclick | onreset | onabort | |
onmouseover | onselect | onerror | |
onmouseout | |||
onmousemove |
Eigindið, til dæmis onclick getur verið í eftirfarandi mörkum: <a>, <address>, <area>, <b>, <bdo>, <big>, <blockquote>, <body>, <button>, <caption>, <cite>, <code>, <dd>, <dfn>, <div>, <dl>, <dt>, <em>, <fieldset>, <form>, <h1> til <h6>, <hr>, <i>, <img>, <input>, <kbd>, <label>, <legend>, <li>, <map>, <object>, <ol>, <p>, <pre>, <samp>, <select>, <small>, <span>, <strong>, <sub>, <sup>, <table>, <tbody>, <td>, <textarea>, <tfoot>, <th>, <thead>, <tr>, <tt>, <ul>, <var><nowiki> Það er engin nauðsyn á að læra öll þessi mörk utan að svo að þið getið andað rólegar. En þegar eigindið er sett inn t.d. svona: <source lang="html4strict"><nowiki><body onclick="''JavaScript kóði hingað''">''HTML kóða hingað''</body></source> Þá í hvert sinn sem smellt er á eitthvað innan body marksins þá er JavaScript kóðinn keyrður. Við komum seinna að því hvernig á að skrifa kóðann sjálfan.
innfelling í script-markinu
[breyta]Í HTML eru mörg mörk og eitt þeirra er script-markið sem umlykur kóða, og ef eigindið type er með gildið text/javascript þá er það látið innihalda JavaScript kóða. Einnig getur það innihaldið t.d. VBScript kóða. Er þá type eigindið með gildið VBScript.
Uppbygging kóða
[breyta]JavaScript kóði er byggður upp þannig að hægt er að gefa stökum gildi og kalla á aðgerðir og meira að segja búa sínar eigin til. Eftirfarandi er dæmi um JavaScript kóða.
var tala = 4
var texti = 'bleh blah bluh'
alert(texti);
alert(tala);