Fara í innihald

Fjörukarl

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 13. nóvember 2022 kl. 04:13 eftir Snaevar-bot (spjall | framlög) Útgáfa frá 13. nóvember 2022 kl. 04:13 eftir Snaevar-bot (spjall | framlög) (top: uppfæra gildi í heimildasniðum CS1 using AWB)
(breyting) ← Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fjörukarl

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Undirfylking: Krabbadýr (Crustacea)
Flokkur: Maxillopoda
Innflokkur: Skelskúfar (Cirripedia)
Ættbálkur: Sessilia
Ætt: Archaeobalanidae
Ættkvísl: Semibalanus
Tegund:
S. balanoides

Tvínefni
Semibalanus balanoides
(Linnaeus,
Samheiti

Balanus balanoides Linnaeus, 1767 [1]

Fjörukarl einnig nefndur Fjöruhrúðurkarl (fræðiheiti:Semibalanus balanoides) er hrúðurkarl, krabbadýr sem tilheyra innflokkinum skelskúfar.

Útbreiðsla

[breyta | breyta frumkóða]

Hann er mjög algengur og útbreiddur í fjörum um alla Norð-Vestur-Evrópu og báðar strendur Norður-Ameríku. Til þess að ná eðlilegum þroska þarf sjávarhiti að vera 7,2 gráður á selsíus og af því markast útbreiðslusvæði hanns en það er til dæmis í Evrópu allt frá Finnmörk og Svalbarða í norðri suður til Spánar.[2] Fjörukarlinn er algengasti hrúðurkarlin við strendur Íslands og eitt mest áberandi dýrið í fjörum landsinns.[2] Í fjörum finnst hann helst í grýttum fjörum eins og klappar-og hnullungafjörum þar sem hann festir sig á grjótið og eru þeir oftast mjög margir þétt saman til að auðvelda frjóvgun hvors annars. Þeir eru yfirleitt alsráðandi í þeim fjörunni sem þeir lifa en fækkar oftast þegar neðar dregur uns niður undir neðri sjólínu eru vörtukarl (Verruca stroemia) orðinn algengari. Eins festa þeir sig oft á skeljar, önnur krabbadýr, hvali, skipsskrokka og jafnvel sæskjaldbökur. [2][3]

Útlit og lifnaðarhættir

[breyta | breyta frumkóða]
Fjörukarlar að nærast og sjá má ummyndaða fætur þeirra koma út úr skelinni, myndin er frá Upernavik á Grænlandi.

Fjörukarlinn getur orðið 3,5 til 7,5 sentimetrar á lengd og er með sex gráhvítar skelplötur. Hann er tvíkynja líkt og margir hrúðurkarlar en samt frjóvgar hann ekki sjálfan sig og því þarf tvo til til að frjóvga hvorn annan, svokölluð krossfrjóvgun, en til þess hafa þeir mjög langan getnaðarlim og búa þétt saman, svo þeir geti teygt getnaðarliminn út og ofan í skel hvors annars. Þeir geta orðið allt að átta ára en aldur þeirra fer mikið eftir því í fjörum sem dæmi hvar í fjörunni þeir hafa fest sig.[1][2]

Fjörukarlinn lifir á örsmáum fæðuögnum sem hann síar úr svifi. Líkt og með aðra síara eru fæturnir ummyndaðir í einskonar sigti sem þeir skjóta út úr skelinni og veifa og sía þannig fæðuna úr sjónum. Fjörukarlinn er einnig fæða annarra dýra, einkum fjörusnigla og á Íslandi er það einkum nákuðungurinn sem étur hann.[2][3]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 N. White (4. júlí 2007). Semibalanus balanoides: an acorn barnacle“. Marine Life Information Network: biology and sensitivity key information sub-programme. Marine Biological Association of the United Kingdom. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. september 2010. Sótt mars 10, 2013.
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 2,4 „Getið þið sagt mér allt um hrúðurkarla?“. visindavefur.is [á vefnum]. 15. nóvember 2007, [skoðað 1-04-2013].
  3. 3,0 3,1 „Fjaran - Greiningarlykill að smádýrum“. Námsgagnastofnun [á vefnum]. 15. nóvember 2007, [skoðað 10-03-2013].

Fyrirmynd greinarinnar var að hluta til „Semibalanus balanoides“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 10. mars 2013.