Fara í innihald

Skipanalínuviðmót

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 19. janúar 2024 kl. 16:10 eftir Comp.arch (spjall | framlög) Útgáfa frá 19. janúar 2024 kl. 16:10 eftir Comp.arch (spjall | framlög) ("batch" ekki sama og lota, eins og þar...)
(breyting) ← Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Skjámynd af Unix-skel.

Skipanalínuviðmót[1] er viðmót til að vinna í tölvum með því að nota skrifaðar skipanir á svokallaða skipanalínu[2] til að framkvæma aðgerðir, andstætt myndrænu viðmóti þar sem notandinn framkvæmir aðgerðir með því að smella með músinni á viðföng (hnappa, valmyndir, stikur, glugga og íkon) og textaviðmóti þar sem notandinn velur úr skipunum í valmynd. Notkun skipanaviðmóts fer þannig fram að notandinn slær inn skipun og ýtir á Enter-takkann á lyklaborðinu. Forrit sem nefnist skipanatúlkur tekur þá við skipuninni, greinir hana og framkvæmir. Þegar framkvæmd skipunar er lokið skilar forritið venjulega einhvers konar úttaki í textaformi. Skipanaviðmót komu fyrst fram á sjónarsviðið á 6. áratugnum og gáfu möguleika á því að fá niðurstöður jafnóðum ólíkt lotuvinnslu (e. batch) með gataspjöldum.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Skipanalínuviðmót“. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. ágúst 2014. Sótt 14. október 2010.
  2. Skipanalína Geymt 9 janúar 2008 í Wayback Machine, einnig skipanarein
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.