Fara í innihald

Almannavarnir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Alþjóðlegt merki almannavarna sem skilgreint er í viðauka við fjórða Genfarsáttmálann frá 1949.

Almannavarnir eru aðgerðir stjórnvalda til sem ætlaðar eru til að verja almenna borgara fyrir skaða af völdum hamfara, hvort sem þær eru náttúrulegar eða af manna völdum. Í almannavörnum er notast við ýmsar aðferðir til að fyrirbyggja skaðlega atburði eða til þess að lágmarka tjón af völdum þeirra, svo sem að beita neyðarrýmingum, koma upp neyðarskýlum og uppfræða almenning um viðbrögð við hættulegum hamförum. Hugtakið varð til á fyrri hluta 20. aldar þegar farið var að grípa til aðgerða vegna vaxandi stríðsógnar og þá sérstaklega vegna tilkomu lofthernaðar og aukinnar ógnar sem almenningi stafaði af sprengjuárásum úr lofti. Á meðan Kalda stríðinu stóð var í mörgum löndum lögð mikil áhersla á almannavarnir sem viðbragð við ógninni af kjarnorkuvopnum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.