Þrifill
Útlit
Þrifill | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Teiknuð mynd af þrifli
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Labroides dimidiatus Valenciennes, 1839 |
Þrifill (fræðiheiti: Labroides dimidiatus) er lítil fisktegund sem lifir við kóralrif í Indlandshafi, stórum hluta Kyrrahafs en einnig í innhöfum á borð við Rauðahaf. Hann lifir samlífi við aðra fiska og hreinsar sníkjudýr og dauðar hreisturflögur af hreistri þeirra. Á móti fær hann bæði næringu og öryggi.
Allir þriflar hefja lífsferil sinn sem hrygnur. Þær halda sig í hópi sem samsettur er úr 6-8 fiskum, þar af er bara einn hængur. Þegar hængur drepst skiptir sterkasta hrygnan um kyn og æxlast við hinar hrygnurnar.