Fara í innihald

Þvottabretti

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þvottabretti,bali og þvottabursti.
Kona á samyrkjubúi í Ísrael þvær þvott með þvottabretti og bala

Þvottabretti er rifluð plata til að nudda óhreinindi úr blautum þvotti. Platan er úr málmi, tré eða gleri og fest í tréramma. Þvottur er svo þveginn með að nudda hann með bursta fram og aftur á þvottabretti. Þvottabrettið stendur vanalega í bala með vatni þegar það er í notkun.