1650
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1650 (MDCL í rómverskum tölum) var 50. ár 17. aldar sem hófst á laugardegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en þriðjudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 27. apríl - Orrustan við Carbisdale: Her konungssinna gerði innrás í Skotland frá Orkneyjum en var sigraður af her Sáttmálamanna.
- 23. júní - Karl 2., kom til Skotlands, sem var hið eina af ríkjunum þremur (Englandi, Írlandi og Skotlandi) sem viðurkenndi hann sem konung.
- 3. september - Enskur þingher undir stjórn Olivers Cromwell sigraði fylgismenn Karls 2. í orrustunni við Dunbar.
- 9. október - Ákveðið var að sænska krúnan skyldi ganga í arf til karlkyns afkomenda Karls Gústafs af Pfalz.
- 20. október - Kristín Svíadrottning var krýnd.
- 4. nóvember - Vilhjálmur 3. varð Óraníufursti við fæðingu þar sem faðir hans, Vilhjálmur 2., lést nokkrum dögum áður.
Ódagsettir atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- Málaferli hófust gegn Hannibal Sehested, landstjóra í Noregi, í Danmörku.
- Eyjan Angvilla var numin af Englendingum frá Sankti Kristófer.
- Galdramál á Íslandi: Fjórtán skólapiltar í Skálholti voru hýddir og þeim vísað úr skóla fyrir meðferð galdrastafa.
- Ný dómkirkja, „Brynjólfskirkja“, var reist í Skálholti, en var ekki fullgerð.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 27. apríl - Charlotte Amalie af Hessen-Kassel, Danadrottning (d. 1714).
- 14. nóvember - Vilhjálmur 3. Óraníufursti (d. 1702).
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 11. febrúar - René Descartes, franskur heimspekingur og stærðfræðingur (f. 1595).
- 6. nóvember - Vilhjálmur 2. Óraníufursti (f. 1626).
Opinberar aftökur
[breyta | breyta frumkóða]- Sigríði Jónsdóttur drekkt á Alþingi fyrir blóðskömm.
- Jón Jónsson, faðir Sigríðar, (einnig nefndur Sýjusson eða „Jón ríðumaður“) hálshogginn á Alþingi, fyrir blóðskömm í sama máli.
- Halldór Jónsson tekinn af lífi á Vaðlaþingi í Eyjafirði, fyrir blóðskömm.
- Sigríður Jónsdóttir, mágkona Halldórs, tekin af lífi á Vaðlaþingi í Eyjafirði, fyrir blóðskömm í sama máli.
- Margréti Jónsdóttur drekkt í Ögri við Ísafjörð, fyrir blóðskömm.
- Páll Tóasson, stjúpfaðir Margrétar, tekinn af lífi eftir flóttatilraun, fyrir blóðskömm í sama máli.
- Guðmundur Narfason, bóndi á Kílhrauni á Skeiðum, tekinn af lífi á Alþingi fyrir morð, „fyrst beinbrotinn á handleggjum og fótum, síðan hálshöggvinn og höfuð hans sett á háa stöng upp á Almanngjá „til æfinlegrar minningar og viðvörunar““.[1]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Upplýsingar um aftökur sóttar á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, þá ekki síst skrá á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.