20. júní
Útlit
Maí – Júní – Júl | ||||||
Su | Má | Þr | Mi | Fi | Fö | La |
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 |
30 | ||||||
2024 Allir dagar |
20. júní er 171. dagur ársins (172. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 194 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- 1198 - Bein Þorláks Þórhallssonar voru tekin upp og áheit á þau leyfð.
- 1325 - Astekar stofnuðu borgina Tenochtitlán.
- 1347 - Bretónska erfðastríðið: Lið Karls af Blois beið lægri hlut fyrir enskum sveitum undir stjórn sir Thomas Dagworth og Karl var tekinn höndum.
- 1448 - Karl Knútsson Bonde var kjörinn konungur Svíþjóðar.
- 1589 - Þýskir kaupmenn fengu leyfi til að hefja verslunarrekstur á Djúpavogi.
- 1605 - Fals-Dimítríj hélt inn í Moskvu ásamt stuðningsmönnum sínum.
- 1627 - Tyrkjaránið í Grindavík: Sjóræningjar undir stjórn Murat Reis hernámu fimmtán Grindvíkinga.
- 1631 - Sjóræningjar frá Barbaríinu undir stjórn Murat Reis rændu þorpið Baltimore á Írlandi.
- 1639 - Kirsten Svendsdatter fann lengra gullhornið í Møgeltønder á Jótlandi.
- 1667 - Giulio Rospigliosi varð Klemens 9. páfi.
- 1685 - Uppreisn Monmouths: James Scott, 1. hertogi af Monmouth, óskilgetinn sonur Karls 2. Englandskonungs, lýsti sjálfan sig konung Englands.
- 1750 - Bjarni Pálsson og Eggert Ólafsson gengu fyrstir manna svo vitað sé á Heklutind. Þar fundu þeir hvorki dyr vítis né flögrandi illfygli yfir gígum, sem þjóðtrúin hélt fram að væru þar.
- 1791 - Loðvík 16. Frakkakonungur reyndi að flýja með fjölskyldu sína frá París. Þau náðust í Varennes.
- 1837 - Viktoría varð drottning Bretlands.
- 1890 - Þúsund ár voru liðin frá landnámi Eyjafjarðar og var þess minnst með héraðshátíð á Oddeyri.
- 1904 - Bílaöld hófst á Íslandi er fyrsti bíllinn kom til landsins. Bíllinn var gamalt og slæmt eintak af gerðinni Cudel og gerði ekki mikla lukku.
- 1923 - Á Íslandi voru samþykkt lög um skemmtanaskatt, sem renna skyldi í sjóð til byggingar Þjóðleikhúss.
- 1928 - Spænska knattspyrnufélagið Real Valladolid var stofnað.
- 1936 - Kristján 10. konungur Íslands og Danmerkur lagði hornstein að virkjunarhúsinu við Ljósafoss. Ljósafossvirkjun var tekin í notkun í október rúmu ári síðar.
- 1937 - Alþingiskosningar voru haldnar á Íslandi.
- 1954 - Ásmundur Guðmundsson var vígður biskup yfir Íslandi og gegndi hann þeirri stöðu í 5 ár.
- 1969 - Slippstöðin á Akureyri sjósetti strandferðaskipið Heklu, sem var stærsta skip sem smíðað hafði verið á Íslandi, 950 tonn.
- 1970 - Listahátíð í Reykjavík var sett í fyrsta sinn. Margir listamenn komu fram, meðal þeirra voru hljómsveitin Led Zeppelin og Daniel Barenboim.
- 1973 - Ezeiza-blóðbaðið: Hægrisinnaðir perónistar skutu á vinstrisinnaða perónista sem fögnuðu heimkomu Juan Perón úr útlegð á Spáni.
- 1979 - Bandaríski fréttamaðurinn Bill Stewart var myrtur ásamt túlki sínum af þjóðvarðliða í Níkaragva. Morðið náðist á mynd af tökuliði Stewarts.
- 1980 - Heimssöngvarinn Luciano Pavarotti söng í Laugardalshöll á vegum Listahátíðar í Reykjavík. Hlaut hann góðar viðtökur.
- 1981 - Friðarganga á vegum herstöðvaandstæðinga var gengin frá hliði herstöðvarinnar í Keflavík til Reykjavíkur.
- 1982 - Falklandseyjastríðið: Ellefu manna herlið Argentínu á Suður-Sandvíkureyjum gafst upp fyrir Bretum.
- 1985 - Arne Treholt var dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir njósnir.
- 1986 - Ronny Landin var barinn til bana í Svíþjóð af fjórum mönnum sem áreittu innflytjendur. Meðal árásarmanna var Klas Lund sem síðar var formaður Norrænu mótsstöðuhreyfingarinnar.
- 1991 - Þýska þingið ákvað að flytja stjórnarsetur landsins til Berlínar frá Bonn.
- 1992 - Eistland tók upp krónu í staðinn fyrir sovésku rúbluna.
- 1995 - Olíufyrirtækið Royal Dutch Shell lét undan þrýstingi og hætti við að sökkva olíuborpallinum Brent Spar.
- 1996 - Þúsundir stuðningsmanna Megawati Sukarnoputri tókust á við lögreglu í Jakarta í Indónesíu.
- 2001 - Andrea Yates, sem þjáðist af fæðingarþunglyndi, drekkti 5 börnum sínum til að bjarga þeim frá Satan.
- 2001 - Herforinginn Pervez Musharraf skipaði sjálfan sig forseta Pakistan.
- 2003 - Samtökin Wikimedia voru stofnuð.
- 2019 – Xi Jinping, forseti Kína, fór í opinbera heimsókn til Norður-Kóreu.
- 2023 - Petteri Orpo tók við embætti forsætisráðherra Finnlands.
- 2023 - Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra stöðvaði tímabundið veiðar á langreyðum, eða fram til 31. ágúst.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 1566 - Sigmundur 3., konungur Pólsk-litháíska samveldisins (d. 1632)
- 1819 - Jacques Offenbach, þýskt tónskáld og fiðluleikari (d. 1880).
- 1842 - Kristján Jónsson fjallaskáld, íslenskt ljóðskáld (d. 1869).
- 1884 - Johannes Heinrich Schultz, þýskur geðlæknir (d. 1970).
- 1887 - Kurt Schwitters, þýskur myndlistarmaður (d. 1948).
- 1891 - Steinn Steinsen, bæjarstjóri á Akureyri (d. 1981).
- 1909 - Errol Flynn, bandarískur leikari (d. 1959).
- 1915 - Óskar Bertels Magnússon, íslenskur vefari (d. 1993).
- 1928 - Jean-Marie Le Pen, franskur stjórnmálamaður.
- 1930 - Guðmundur Jónsson, íslenskur knattspyrnumaður og þjálfari..
- 1942 - Brian Wilson, bandarískur tónlistarmaður og meðlimur The Beach Boys.
- 1946 - Xanana Gusmão, forseti og forsætisráðherra Austur-Tímor.
- 1948 - Ludwig Scotty, forseti Nárú.
- 1949 - Lionel Richie, bandarískur tónlistarmaður.
- 1951 - Tress MacNeille, bandarísk leikkona.
- 1952 - John Goodman, bandarískur leikari.
- 1954 - José Oscar Bernardi, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1958 - Droupadi Murmu, forseti Indlands.
- 1967 - Nicole Kidman, áströlsk leikkona.
- 1967 - Angela Melillo, ítölsk leikkona.
- 1968 - Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands.
- 1969 - Alexander Schallenberg, austurrískur stjórnmálamaður.
- 1970 - Moulay Rachid, marokkóskur prins.
- 1973 - John Snorri Sigurjónsson, íslenskur fjallgöngumaður (d. 2021).
- 1978 - Frank Lampard, enskur knattspyrnuleikari.
- 1979 - Masashi Motoyama, japanskur knattspyrnumaður.
- 1980 - Vignir Svavarsson, íslenskur handknattleiksmaður.
- 1982 - Example, enskur rappari og söngvari.
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 840 - Lúðvík hinn frómi, Frankakonungur (f. 778).
- 1597 - Willem Barents, hollenskur landkönnuður (f. um 1550).
- 1605 – Fjodor 2., Rússakeisari (f. 1589).
- 1810 – Axel von Fersen, sænskur greifi og stjórnmálamaður (f. 1755).
- 1837 - Vilhjálmur 4. Bretakonungur (f. 1765).
- 1933 - Clara Zetkin, þýskur stjórnmálamaður (f. 1857).
- 1944 - Kristín Þorvaldsdóttir, íslensk myndlistarkona (f. 1870).
- 2011 - Ryan Dunn, bandarískur áhættuleikari (f. 1977).