Agatha Christie
Útlit
Dame Agatha Mary Clarissa Miller (fædd 15. september 1890 í Torquay – Látin 12. janúar 1976 í Oxfordshire), betur þekkt sem Agatha Christie var enskur rithöfundur. Hún var þekkt fyrir glæpasögur sínar sem fjalla um breskar mið- og yfirstéttir. Þekktustu persónur hennar eru Hercule Poirot og Miss Jane Marple. Hún skrifaði einnig ástarsögur undir listamannsnafninu Mary Westmacott. Músagildran eftir Christie er það leikrit sem hefur verið sýnt oftast; 27.500 sýningar (2018).
Samkvæmt Heimsmetabók Guinness er Agatha Christie sá skáldsagnahöfundur sem selt hefur flestar bækur.