Alessandro Costacurta
Alessandro Costacurta varnarmaður AC Milan fæddist þann 24. apríl 1966 í Orago á Italiu. Fyrsta leik sinn spilaði hann 24. ágúst 1986 gegn Sambenedettese í ítölsku bikarkeppninni. Sama ár var hann lánaður til Monza sem lék í C1 deildinni þar sem hann lék 30 deildarleiki. Fyrsta deildarleik sinn fyrir AC Milan spilaði Costacurta síðan árið 1987 gegn Verona á útivelli, átti leikjum hans fyrir Milan heldur betur eftir að fjölga og eru þeir í dag orðnir 440 og í þeim er hann aðeins búinn að skora 2 mörk.
Ítölsku deildina vann hann í fyrsta skipti árið 1988 eftir baráttu við Napoli þar sem Diego Maradona var liðsmaður. 1989 og 1990 unnu Milan Evrópukeppni meistaraliða (síðar meistaradeildina). Á þessum árum (1988 - 1994) var Milan með sitt besta lið í sögunni en með Costacurta í liðinu voru þá ekki ómerkari menn en Paolo Maldini fyrirliði núverandi liðs, Carlo Ancelotti (núverandi þjálfari Milan), Frank Riikard (þjálfari Barcelona), Franco Baresi, Ruud Gullit, Marco van Basten og margir fleiri. Árin 1992 – 1994 unnu Milan ítölsku deildina öll árin og settu m.a. met þar sem þeir léku 58 leiki í röð án taps sem ekki enn hefur verið slegið og er ólíklegt að nokkurt lið í Evrópuboltanum leiki það eftir í nánustu framtíð.
1994 vann Milan yfirburðasigur í úrslitaleik meistaradeildarinnar gegn Barcelona. Fyrir leikinn var talað um að Barcelona mundi vinna öruggan sigur þar sem sóknin, sem átti að vera Barcelona, mundi pakka vörninni (Milan) saman en annað átti heldur betur eftir að koma í ljós. Milan vann í þessum leik einn eftirminnilegasta sigur í sögu meistaradeildarinnar 4:0.
Costacurta missti árið 1994 af bæði úrslitaleiknum gegn Barcelona og sömuleiðis úrslitaleik heimsmeistarakeppninnar þegar Ítalir töpuðu í vítaspyrnukeppni gegn Brasilíu.
Leikir Costacurta með Milan í deild eru orðnir 440 og rúmlega 190 í öðrum mótum. Með landsliðinu lék hann 59 leiki og skoraði 2 mörk. Hann lék í HM 1994 og 1998 og einnig EM 1996.
Titlar sem lið Costacurta hafa hlotið
[breyta | breyta frumkóða]- 7 sinnum Ítalíumeistarar
- 4 sinnum Evrópumeistarar meistaraliða/meistaradeildarinnar
- 4 sinnum heimsmeistarar félagsliða
- 4 sinnum meistarar meistaranna í Evrópu
- 1 sinni ítalskur bikarmeistari
- 8 sinnum meistarar meistaranna á Ítalíu.