American Basketball Association
Útlit
American Basketball Association (ABA) var bandarísk atvinnumannadeild í körfubolta sem stofnuð var árið 1967. Fyrsti framkvæmdarstjóri hennar var körfuboltagoðsögnin George Mikan.[1] Ein helsta nýbreytnin sem Mikan kom með inn í deildina var þriggja stiga skotið sem seinna var tekið upp í NBA deildinni.[2] Eftir margra ára viðræður þá sameinaðist ABA við NBA-deildina árið 1976 og fluttust við það fjögur lið yfir, San Antonio Spurs, Indiana Pacers, New York Nets og Denver Nuggets.[3]
Listi yfir ABA meistara
[breyta | breyta frumkóða]Árið | Vesturdeild | Leikir | Austurdeild | Vesti leikmaður úrslitaseríunnar |
---|---|---|---|---|
1967–68 | New Orleans Buccaneers | 3–4 | Pittsburgh Pipers | Connie Hawkins, Pittsburgh |
1968–69 | Oakland Oaks | 4–1 | Indiana Pacers | Warren Jabali, Oakland |
1969–70 | Los Angeles Stars | 2–4 | Indiana Pacers | Roger Brown, Indiana |
1970–71 | Utah Stars | 4–3 | Kentucky Colonels | Zelmo Beaty, Utah |
1971–72 | Indiana Pacers | 4–2 | New York Nets | Freddie Lewis, Indiana |
1972–73 | Indiana Pacers | 4–3 | Kentucky Colonels | George McGinnis, Indiana |
1973–74 | Utah Stars | 1–4 | New York Nets | Julius Erving, New York |
1974–75 | Indiana Pacers | 1–4 | Kentucky Colonels | Artis Gilmore, Kentucky |
Eftir að liðunum fækkaði niður í sjö lið um mitt síðasta tímabil deildarinnar þá aflýstu forsvarsmenn hennar restinni af deildarkeppninni og spilaði úrslitaseríu á milli New York Nets og Denver Nuggets.[4]
Árið | Sigurvegari | Leikir | Keppendur | MVP í úrslitakeppninni |
---|---|---|---|---|
1975–76 | New York Nets | 4–2 | Denver Nuggets | Julius Erving, New York |
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Jason Jones; Rob Peterson. „George Mikan would have turned 100 this year. Legacy of 'Mr. Basketball' lives on“. New York Times (bandarísk enska). ISSN 0362-4331. Sótt 9. nóvember 2024.
- ↑ Walker, Rhiannon. „When the ABA added the 3-point line and multicolored ball: Forgotten Fridays“. The New York Times (bandarísk enska). ISSN 0362-4331. Sótt 10. nóvember 2024.
- ↑ Jed Katz (17. júní 2024). „This Day in History: ABA Nets Merge to NBA“. Sports Illustrated (enska). Sótt 9. nóvember 2024.
- ↑ „Bedlam in Broadcasting: Remembering the Chaos of Julius Erving Slicing Up the Nuggets“. SI (bandarísk enska). 6. júní 2023. Sótt 10. nóvember 2024.