Anderson Luís de Abreu Oliveira
Anderson | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Anderson Luís de Abreu Oliveira | |
Fæðingardagur | 13. apríl 1988 | |
Fæðingarstaður | Porto Alegre, Brasilía | |
Hæð | 1,76 m | |
Leikstaða | Miðjumaður | |
Núverandi lið | ||
Núverandi lið | Manchester United | |
Númer | 8 | |
Yngriflokkaferill | ||
1993-2004 | Grêmio | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | Leikir (mörk) |
2004–2005 | Grêmio | 19 (6) |
2006-2007 | Porto | 18 (2) |
2007- | Manchester United | 61 (1) |
Landsliðsferill2 | ||
2005 2008 2007- |
Brasilía U17 Brasilía U23 Brasilía |
67 (26) |
1 Leikir með meistaraflokkum og mörk |
Anderson Luís de Abreu Oliveira (fæddur 13. apríl 1988 í Porto Alegre í Brasilíu) er brasilískur knattspyrnumaður. Hann leikur með Manchester United á Englandi og brasilíska landsliðinu.
Hann hóf feril sinn hjá Grêmio í Brasilíu en gekk til liðs við portúgalska liðið F.C. Porto, tímabilið 2005-06. Hann varð Portúgalsmeistari tvisvar og einu sinni handhafi portúgalska bikarsins. Hann var síðan seldur til Manchester United á 30 milljónir evra tímabilið 2007-08. Síðan þá hefur hann orðið Englandsmeistari tvisvar, Evrópumeistari og unnið deildarbikarinn.
Anderson lék sinn fyrsta leik fyrir þjóð sína árið 2007 þegar Brasilía vann Suður-Ameríkubikarinn sama ár. Hann var einnig landsliðshópnum á Sumarólympíuleikunum 2008 í Kína.
Meistaraflokksferill
[breyta | breyta frumkóða]Grêmio
[breyta | breyta frumkóða]Anderson fæddist í Porto Alegre og hóf hann fótboltaiðkun sína í unglingaliðum Grêmio. Hann lék sinn fyrsta leik fyrir liðið þann 23. október 2004 og skoraði hann í 3-1 tapi.
Porto
[breyta | breyta frumkóða]Anderson gekk til liðs við Porto í janúar 2006, en kaupvirði er talið vera sjö milljónir evra. Hann spilaði sinn fyrsta leik þann 5. mars 2006. Hans fyrsti leikur í Meistaradeild Evrópu
Manchester United
[breyta | breyta frumkóða]Þann 30. maí 2007 tilkynnti Manchester United að náðst hefði samkomulag um sölu Andersons frá Porto til Rauðu Djöflanna. Hann fékk atvinnumannaleyfi 29. júní og var síðan gengið frá sölunni þann 2. júlí 2007.
Anderson var úthlutuð treyja númer 8 og lék sinn fyrsta leik gegn Sunderland þann 1. september 2007. Hans fyrsti leikur í Meistaradeild Evrópu var á móti Sporting CP í semptember 2007.
Anderson skrifaði undir nýjan fjögurra og hálfs árs samning þann 15. desember, sem gildir þangað til í júní 2015.
Landsliðsferill
[breyta | breyta frumkóða]Anderson spilaði sinn fyrsta leik fyrir brasilíska landsliðið í júní 2007 í 2-0 tapi gegn Mexíkó í Suður-Ameríkubikarnum 2007. Liðið endaði á því að vinna þann bikar. Hann var í fyrsta skipti í byrjunarliði á móti Chile þann 1. júlí 2007.
Í júlí 2008 valdi þáverandi landsliðsþjálfari Brasilíu, Dunga, Anderson í hópinn fyrir Sumarólympíuleikana 2008 en Brasilía endaði í þriðja sæti þar.
Ferilsyfirlit
[breyta | breyta frumkóða]Félag | Tímabil | Deildin | Bikarinn | Deildarbikarinn | Meistaradeildin | Annað | Samtals | ||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Leikir | Mörk | Leikir | Mörk | Leikir | Mörk | Leikir | Mörk | Leikir | Mörk | Leikir | Mörk | ||
Grêmio | 2004 | 6 | 1 | 0 | 0 | – | - | - | 0 | 0 | 6 | 1 | |
2005 | 13 | 5 | 4 | 0 | – | - | - | 8 | 3 | 25 | 8 | ||
Total | 19 | 6 | 4 | 0 | – | 0 | 0 | 8 | 3 | 31 | 9 | ||
Porto | 2005–06 | 3 | 0 | 2 | 0 | – | 0 | 0 | 0 | 0 | 5 | 0 | |
2006–07 | 15 | 2 | 0 | 0 | – | 4 | 0 | 1 | 1 | 20 | 3 | ||
Total | 18 | 2 | 2 | 0 | – | 4 | 0 | 1 | 1 | 25 | 3 | ||
Manchester United | 2007–08 | 24 | 0 | 4 | 0 | 1 | 0 | 9 | 0 | 0 | 0 | 38 | 0 |
2008–09 | 17 | 0 | 3 | 0 | 6 | 0 | 9 | 0 | 3 | 0 | 38 | 0 | |
2009–10 | 14 | 1 | 1 | 0 | 3 | 0 | 5 | 0 | 0 | 0 | 23 | 1 | |
2010–11 | 6 | 0 | 0 | 0 | 2 | 0 | 4 | 1 | 0 | 0 | 12 | 1 | |
Samtals | 61 | 1 | 8 | 0 | 12 | 0 | 27 | 1 | 3 | 0 | 111 | 2 | |
Samtals á ferli | 98 | 9 | 14 | 0 | 12 | 0 | 31 | 1 | 12 | 4 | 167 | 14 |
Síðast yfirfarið þann 26. desember 2010
Titlar
[breyta | breyta frumkóða]Manchester United
[breyta | breyta frumkóða]- Enska úrvalsdeildin (2): 2007-08, 2008-09
- Deildarbikarinn (2): 2008-09, 2009-10
- Samfélagsskjöldurinn (1): 2010
- Meistaradeild Evrópu (1): 2007-08
- Heimsmeistarabikar félagsliða (1): 2008
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]
Manchester United F.C. - Núverandi lið |
---|
1 van der Sar | 2 Neville | 3 Evra | 4 Hargreaves | 5 Ferdinand | 6 Brown | 7 Ronaldo | 8 Anderson | 9 Berbatov | 10 Rooney | 11 Giggs | 12 Foster | 13 Park | 15 Vidić | 16 Carrick | 17 Nani | 18 Scholes | 19 Welbeck | 20 Fábio | 21 Rafael | 22 O'Shea | 23 Evans | 24 Fletcher | 25 Simpson | 26 Manucho | 28 Gibson | 29 Kuszczak | 30 Martin | 31 Campbell | 32 Tévez | 34 Possebon | 36 Gray | 37 Cathcart | 40 Amos | 45 Brandy | – Heaton | Stjóri: Ferguson |