Asetýlsalisýlsýra
Útlit
Asetýlsalisýlsýra (þekkt sem magnýl eða aspirín) er lyf sem er notað til að minnka sótthita og við vægari verkjum, t.d. beinverkjum. Hefur einnig verið notuð gegn liðagigt og sem fyrirbyggjandi meðferð gegn hjartaáfalli.[1] Er eitt algengasta læknislyf í heiminum og hefur verið það frá því það kom fyrst á markaðinn 1900 undir heitinu Aspirín. Salisýlsýra finnst í nokkru magni í mjaðjurt og sumum plöntum af víðiætt, en verkun hennar var vel þekkt fyrr á öldum.
Ofskammtar af lyfinu geta valdið hækkandi líkamshita og jafnvel öndunartruflunum. Aðrar aukaverkanir eru erting á magaslímhúð, sem veldur oft slæmum magaverk. Verkjalyfið parasetamól hefur því að miklu leyti tekið við sem algengasta verkjalyfið.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]Tenglar
[breyta | breyta frumkóða] Þessi heilsugrein sem tengist efnafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.