Fara í innihald

August Rei

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
August Rei
Forsætisráðherra Eistlands og handhafi forsetavaldsins
Í embætti
9. janúar 1945 – 29. mars 1963
ForveriJüri Uluots
EftirmaðurAleksander Warma
Ríkisöldungur Eistlands
Í embætti
4. desember 1928 – 9. júlí 1929
ForveriJaan Tõnisson
EftirmaðurOtto Strandman
Persónulegar upplýsingar
Fæddur22. mars 1886
Kurla, Kreis Fellin, Líflandi, rússneska keisaradæminu
Látinn29. mars 1963 (77 ára) Stokkhólmi, Svíþjóð
StjórnmálaflokkurSósíaldemókratíski verkamannaflokkurinn
Sósíalíski verkamannaflokkurinn
HáskóliRíkisháskólinn í Sankti Pétursborg

August Rei (f. í Pilistvere 22. mars 1886, d. í Stokkhólmi 29. mars 1963) var eistneskur stjórnmálamaður. Hann stundaði nám í lögum við Háskólann í Pétursborg, enda var Eistland þá hluti rússneska keisaradæmisins. Hann gerðist jafnaðarmaður og sat í fyrstu bráðabirgðaríkisstjórn Eistlands 1918 – 1919. Hann var forseti stjórnlagaþings Eistlands 1919–1920 og gegndi eftir það ýmsum embættum. Hann var forseti landsins 1928 – 1929, utanríkisráðherra 1932 – 1933 og sendiherra í Sovétríkjunum 1938 – 1940.

Eftir að Sovétstjórnin lagði Eistland undir sig með hervaldi, flýði Rei til Svíþjóðar. Hann var utanríkisráðherra í útlagastjórn Eistlands 1944–1945 og forsætisráðherra (og um leið forseti) hennar frá 1945 til dánardags. Hann kom í heimsókn til Íslands 1957 og ræddi þá við Ásgeir Ásgeirsson forseta og Guðmund Í. Guðmundsson utanríkisráðherra.