Fara í innihald

Baffinsland

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lega Baffinslands.

Baffinsland (líklega sama eyja og fornmenn nefndu Helluland) er fimmta stærsta eyja heims, 507.451 ferkílómetrar. Hún er hluti af sjálfstjórnarsvæðinu Núnavút í Kanada og er stærst af kanadísku heimskautaeyjunum. Eyjan er næstum því fimm sinnum stærri en Ísland.[1]

Eyjan er nefnd eftir enska landkönnuðinum William Baffin, sem kom þangað árið 1616. Á norðausturströnd eyjarinnar er fjallgarðurinn Baffinsfjöll og þar eru há og hrikaleg fjöll, þeirra á meðal Óðinsfjall (Mount Odin) og Ásgarðsfjall (Mount Asgard), bæði yfir 2000 metrar á hæð. Þórsfjall (Mount Thor) er aðeins 1675 metra hátt en þar er talið vera hæsta lóðrétta standberg í heimi, 1250 m. Á miðri eynni er Barnesjökull en hann fer stöðugt minnkandi. Auyuittuq-þjóðgarðurinn er um 19.000 ferkílómetrar.

Höfuðstaður Núnavút, Iqaluit, er syðst á eynni. Þar eru einnig nokkrir aðrir þéttbýlisstaðir og er íbúafjöldi eyjarinnar um 11.000 manns.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Forvitnilegar risaeyjar; greinarhluti í Lesbók Morgunblaðsins 1998