Bilskirnir
Útlit
Bilskirnir var heimili Þórs í Norrænni goðafræði og var staðsett á Þrúðvöngum. Er talið mögulegt að nafnið vísi til bliks eldinga en ekki er þó til nein heimild um það. Á því áttu að vera 540 dyr líkt og á Valhöll heimili Óðins. Í Grímnismálum er haft eftir Óðni að Bilskirnir væri besti bústaður sem hann þekkti.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- „Hvað hét bústaður Freys og annarra norrænna goða?“. Vísindavefurinn. (Skoðað 3. nóvember, 2012).