Blak
Blak er ólympíu- og boltaíþrótt þar sem tvö sex-manna lið spila hvort gegn öðru en hátt net skilur vallarhelminga þeirra að. Liðin fá stig ef þau koma boltanum í gólf andstæðingsins, andstæðingurinn fær á sig villu eða slær boltann út af vellinum.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Blakið var fundið upp 1895 af kennara við KFUM-búðir í Massachusetts í Bandaríkjunum, en hann óskaði eftir leik sem hægt væri að stunda innanhúss og að margir gætu leikið í einu. Hann samdi því reglur fyrir Mintonette, en hann var mun fágaðari en körfuknattleikurinn sem fundinn var upp á sama tíma.
Alþjóða blaksambandið (Fédération Internationale de Volleyball (FIVB)) var stofnað árið 1947 og það hélt fyrsta heimsmeistaramótið fyrir karla árið 1949 og fyrir konur árið 1952. Blakið varð ólympíugrein árið 1966. Strandblak var tekið inn í FIVB árið 1986 og það varð ólympíugrein árið 1996.
Fyrsta landið, utan Bandaríkjanna, til að taka upp blakiðkun var Kanada upp úr 1900. Í kjölfarið fylgdi Evrópa (en íþróttin er sérlega vinsæl á Ítalíu, í Serbíu og í Hollandi), Rússlandi og í Asíuríkjum á borð við Kína.
Fyrsti landsleikur Íslendinga var gegn Norðmönnum og var spilaður laugardaginn 23. mars kl 14:00, 1974 á Akureyri.
Reglur
[breyta | breyta frumkóða]Völlur og bolti
[breyta | breyta frumkóða]Blakvöllurinn er 18 metra langur og 9 metra breiður með 1 metra háu neti sem skilur vallarhelmingana að. Efra borð netsins á að vera í 2.43 metra hæð frá gólfi í karlakeppnum en 2.24 metra hæð í kvennakeppnum. 3 metra frá netinu inn á hvorn vallarhelming er sóknarlínan en hún skiptir vallarhelmingunum í fram- og afturvarnir.
Blakbolti er léttur bolti, um 65-67 cm í ummál. Boltinn er gerður úr saumuðu leðri eða gerviefnum.
Stöður leikmanna inná vellinum
[breyta | breyta frumkóða]Þegar lið öðlast uppgjafarréttinn verða liðsmenn að skipta um stöður með því að taka sér næstu stöðu sem fyrir kemur réttsælis. Á myndinni sést númeraður blakvöllur sem sýnir stöður leikmanna á vellinum. Leikmaður í stöðu 1 fer í stöðu 6, leikmaður í stöðu 6 fer í 5 og svo koll af kolli, leikmaður í stöðu 1 tekur uppgjöf. Leikmenn 1, 5 og 6 eru í „afturlínu“ og leikmann 2, 3 og 4 eru „frammi“.
Gangur leiksins
[breyta | breyta frumkóða]Kastað er upp á hvort liðið fær uppgjafarréttinn. Liðin stilla sér upp, þrír í fremri röð og þrír í þeirri aftari. Þegar gefið er upp þarf boltinn að komast yfir netið, og má snerta það. Lið andstæðingsins reynir að koma boltanum aftur yfir netið með því að slá boltann, þó ekki oftar en þrisvar sinnum. Oftast er fyrsta snerting tekin innan á framhandleggjum þegar þeir eru lagði í V-stöðu og boltinn gefinn fram að netinu þar sem önnur snerting er með fingurslagi til þriðja leikmannsins sem stekkur upp og smassar boltann niður og yfir netið. Til að sporna gegn smössum stillir hitt liðið sér upp í hávörn og stekkur á móti boltanum, þétt upp við netið. Þeir mega þó ekki snerta það, annars er dæmt "net". Ef boltinn kemst framhjá hávörninni verða aftari menn að verjast boltanum með lágvörn(tiger).
Villur
[breyta | breyta frumkóða]Dæmdar eru villur við eftirfarandi brot:
- Boltinn lendir á vallarhelmingi liðsins sem seinast snerti hann eða snertir böndin sem halda netinu uppi. Einnig ef boltinn fer yfir eða utan við fyrrnefnd bönd, þó að hann komist yfir á vallarhelming andstæðings.
- Ef lið notar fleiri en þrjár snertingar til að koma boltanum yfir netið.
- Ef lið nær ekki að koma honum yfir netið.
- Leikmaður snertir boltann tvisvar í sömu sókn.(hann má þó snerta hann einu sinni eftir að hafa snert hann í hávörn)
- Leikmaður mokar boltanum, það er að hann fylgir honum eftir.
- Leikmaður snertir netið á meðan knötturinn er í leik (hárið er þó frátalið).
- Maður úr aftari röð reynir að verjast boltanum með því að stökkva og teygja sig yfir netið.
- Maður í aftari röð hoppar og spilar boltanum yfir netið þegar hann hefur komið fram fyrir sóknarlínu. (kallast "Seiling"
- Leikmaður er ekki á réttum stað þegar uppgjöf er tekin.
- Ef rangur leikmaður fer í uppgjöf.
- Leikmaður snertir vallarhelming andstæðings, ef frátalin eru hendur og fætur.
- Sá er tekur uppgjöf stígur inn á sinn vallarhelming eða á endalínuna áður en hann snertir boltann.
- Ef leikmaður í því liði sem á uppgjafarrétt loki fyrir útsýni andstæðings á því augnabliki þegar uppgjöfin er tekin.
- Ef leikmaður fari undir netið og yfir miðlínuna.
- Ef boltinn lendir í hlut utan vallar (t.d. vegg, borði, áhorfenda eða lofti)
- Ef boltinn fyrir utan við antennuna ( "Gæsina", Stangirnar tvær sem standa upp úr netinu)
Stigagjöf
[breyta | breyta frumkóða]Ef boltinn lendir í gólfinu, eða villa er dæmd, fær það lið sem ekki fékk á sig villuna stig, hvort sem það átti uppgjöfina eða ekki. Liðið sem hlaut stigið vinnur einnig uppgjafarréttinn. Ef liðið sem fékk stigið gaf upp heldur leikmaðurinn, sem gaf upp, áfram að gefa upp. Hins vegar, ef liðið sem fékk stigið gaf ekki upp, snúa leikmennirnir rangsælis og skipta um stöður.
Til að vinna leik þarf lið að vinna þrjár hrinur og til að vinna hrinu þarf að skora 25 stig. Ef staðan hinsvegar er t.d. 24-25, þá vinnur liðið sem er fyrst að ná tveggja stiga forskoti. Ef leikurinn fer í fimmtu hrinu, þá er sú hrina einungis upp í 15, og er skipt um vallarhelming þegar annað liðið kemst í átta stig. En eins og áður þarf að vinna með að minnsta kosti tveimur stigum.
Reglubreytingar
[breyta | breyta frumkóða]- Árið 1900 var í fyrsta sinn notaður sérhannaður blakbolti.
- 1916 urðu sendingar og smöss mikilvæg atriði í leiknum.
- 1917 var stigafjölda breytt úr 21 stigi í 15.
- Árið 1920 varð til "þriggja snertinga"-reglan.
Aðrar tegundir
[breyta | breyta frumkóða]Strandblak
[breyta | breyta frumkóða]Strandblak er nýlegri útgáfa blaks, en það hefur þróast frá tómstundagamni sem stundað hefur verið á ströndum um allan heim. Helsti munurinn er sá að í strandblaki eru tveir í liði í stað 6 í venjulegu blaki.
Innanhúss strandblak
[breyta | breyta frumkóða]Innanhúss strandblak hefur rutt sér til rúms, en þetta er gert til að hægt sé að spila strandblak í hvaða veðri sem er. Margir skólar t.d. í Bandaríkjunum breyta nú frá hefðbundnum innanhússvelli í strandblaksvöll vegna þess hve miklu munar á meiðslum og slysum. Sandurinn sem notaður er dempar öll föll.
Í innanhúss strandblaki eru bæði notuð tveggja manna og sex manna lið og hafa háskólaliðin 6 leikmenn.
Sitjandi blak
[breyta | breyta frumkóða]Hreyfihamlaðir gátu fyrst árið 1956 snúið sér að blakiðkun. Völlurinn er 10 x 6 metrar og netið er 0.8 metra hátt og efri brún þess er í 1,55 metra hæð hjá körlum en 1,15 metra hæð hjá konum. Keppendur sitja á gólfinu og þegar boltanum er blakað verður önnur rasskinnin eða upphandleggur að nema við gólfið. Karlar kepptu í sitjandi blaki á Ólympíuleikum fatlaðra 1980 en konurnar ekki fyrr en árið 2004.
Blindandi blak
[breyta | breyta frumkóða]Blindandi blak er spilað þannig að ógegnsætt lak er breitt yfir netið svo liðin sjái ekki hvort annað. Hávarnir, smöss og uppgjafir þar sem boltanum er hent upp í loftið eru bönnuð. Blindandi blak er skemmtileg afþreying fyrir áhorfendur vegna þess að þeir sjá boltann en ekki iðkendurnir.
Níu-manna blak
[breyta | breyta frumkóða]Níu-manna blak þróaðist í Asíu á árunum 1920 til 1930 þegar bandarískir trúboðar kynntu leikinn í Kína.
Veggjablak
[breyta | breyta frumkóða]Veggjablak er samruni veggjatenniss og blaks. Veggjatennisvellinum er skipt í tvo helminga og boltinn má skoppa eftir hliðarveggnum til að komast yfir á helming andstæðingsins. Ef boltinn snertir loftið eða veggina fyrir aftan leikmennina er hann úr leik. Leikurinn er hraður og maður þarf að vera fljótur að hugsa næsta leik.
Knattblak
[breyta | breyta frumkóða]Knattblak er samblanda knattspynu og blaks, en einungis eru leyfilegar þær snertingar sem notaðar eru í knattspyrnu, það er með fótum, höfði, bringu og öxlum. Íþróttin er ættuð frá Brasilíu og reynir á leikni leikmannsins.
Íslandsmeistarar karla í blaki
[breyta | breyta frumkóða]
|
|
Íslandsmeistarar kvenna í blaki
[breyta | breyta frumkóða]
|
|
|
Bikarmeistarar karla í blaki
[breyta | breyta frumkóða]
|
|
Bikarmeistarar kvenna í blaki
[breyta | breyta frumkóða]
|
|
|
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Volleyball“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 11. júní 2006.
- Blaksamband Íslands (1994). Leikreglur í blaki. Blaksamband Íslands.