Claude Debussy
Claude Debussy (22. ágúst 1862 - 25. mars 1918) var franskt tónskáld á rómantíska tímabilinu.
Ævi
[breyta | breyta frumkóða]Hann byrjaði að nema klassíska tónlist þegar hann var 9 ára og vöktu hæfileikar hans mikla athygli. Fékk Debussy inngöngu í Paris Conservatoire aðeins 11 ára gamall og þegar hann var 22 ára hélt hann til Rómar til frekara náms og var þar í tvö ár. Hann var undir miklum áhrifum frá síðrómantískum tónskáldum eins og Wagner og einkennust tónverk Debussy af rómantískum og jafnframt dramatískum blæ.
Upp úr 1890 gaf hann út lagasafnið „The Suite Bergmansque“ sem inniheldur meðal annars lagið „Clair de Lune“. Margir segja að Clair de Lune sé sannkallað meistaraverk, fallegt og töfrandi. Verkið byrjar einfalt, eins og að sólin sé að setjast og máninn að koma upp, skínandi í allri sinni dýrð. Það er eins og tunglið sé að berjast við skýin um að sjást, um að komast fram og lýsa á jörðina og svo í lokin kemur mjög svipaður kafli og í byrjun, sólin er að koma upp og tunglið að hverfa af sviðsljósinu og deyja. Clair de lune þýðir Skýrt tunglskin eða hreint tungl.
Debussy samdi „Children’s Corner Suite“ árið 1909 sem hann tileinkaði dóttur sinni og inniheldur það rómantísk og dramatísk verk auk nokkurra skemmtilegra verka eins og „Golliwogg’s Cake-Walk“, sem margir píanóleikarar hafa spreytt sig á að spila. Verkið er hratt og fjörugt og ber sömu einkenni og lag sem leikið hefur verið í fjölleikahúsi.
Á árunum 1913-1915 gaf hann út ýmis verk, balletta, sónatínur, Etýður og verk fyrir hljómsveit. Öll verk hans einkenndust af miklu drama og rómantík eða þá voru þau í léttari kanntinum, fjörug og hröð. Debussy skipti skyndilega um stíl og síðustu sónatínurnr sem hann samdi voru líkari fyrri verkum sínum, tærari, einfaldari.
Claude Debussy lést 25. mars 1918 af völdum krabbameins. Það var mikið uppþot í Frakklandi á þessum tíma og var ekki mögulegt að minnast hans með hefðbundinni útför.
Claude Debussy er enn þekktur fyrir að hafa verið innblástur í mörg tónskáld 20. aldarinnar. Lög hans áttu engin sín lík á þessum tíma og 20. aldar tónlist átti eftir að taka meira mið af því hvernig lögin hans voru. Það sem einkennir tónlist Debussy fram yfir hefðbundna evrópska tónlist framan af var meðal annars það hvernig hann notaðist við pedalinn á píanóinu, mun dreifðari og frjálsari og gefur það verkum hans sérstakann blæ og hvernig brotnir hljómar úr mismunandi tónstigum var blandað saman og mynduðu exótíska hljóma sem pössuðu saman þrátt fyrir andstæður sínar.
Flestir píanóleikarar kynnast verkum hans fyrr eða síðar en auðvitað hafa verk hans verið útsett fyrir nánast öll möguleg hljóðfæri, auk þess sem hann samdi balletta, sinfóníur og óperur. Frægasta verk hans er sennilega Clair de Lune sem hefur meðal annars prýtt kvikmyndir eins og Ocean’s Eleven og Dog Soldiers.