Dean Smith (körfubolti)
Dean Smith | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Dean Edwards Smith | |
Fæðingardagur | 28. febrúar 1931 | |
Fæðingarstaður | Emporia, Kansas, Bandaríkin | |
Dánardagur | 7. febrúar 2015 | |
Dánarstaður | Chapel Hill, Norður-Karólína, Bandaríkin | |
Háskólaferill | ||
1949–1953 | Kansas | |
Þjálfaraferill | ||
1953–1955 955–1958 1958–1961 1961–1997 |
Kansas (aðs.) Air Force (aðs.) Norður Karólína (aðs.) Norður Karólína | |
|
Dean Edwards Smith (fæddur 28. febrúar 1931 – dáinn 7. febrúar 2015) var bandarískur körfuknattleiksþjálfari. Hann var kallaður „þjálfaragoðsögn“ af Naismith frægðarhöll körfuboltans og þjálfaði í 36 ár við háskólann í Norður-Karólínu í Chapel Hill. Smith þjálfaði í bandaríska háskólakörfuboltanum frá 1961 til 1997 og hætti með 879 sigra, sem var met 1. deild karla í NCAA sem stóð til 2007 þegar það var slegið af Bob Knight. Smith var með níunda hæsta vinningshlutfall allra háskólakörfuboltaþjálfara karla (77,6%).[1] Á meðan hann var þjálfari vann Norður-Karólína tvo NCAA meistaratitla og lék 11 sinnum í undanúrslitum (NCAA Final Four).[2] Árið 1976 þjálfaði Smith lið Bandaríkjanna sem vann gullverðlaun á sumarólympíuleikunum í Montreal. Áður en Smith hóf þjálfun þá lék hann körfubolta við háskólann í Kansas þar sem hann vann NCAA titilinn árið 1952 undir stjórn þjálfarans Phog Allen.[3]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „NCAA stats“. NCAA. NCAA. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. október 2006. Sótt 1. febrúar 2007.
- ↑ Skúli Sigurðsson (8. febrúar 2015). „Dean Smith fallinn frá 83 ára“. Karfan.is. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. maí 2023. Sótt 15. maí 2023.
- ↑ „Dean Smith Biography“. Hall of Famers. Naismith Memorial Basketball Hall of Fame, Inc. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. maí 2007. Sótt 15. maí 2023.