Degli
Degli | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Pseudotsuga lindleyana (Mirb.) Franco | ||||||||||||||||
Útbreiðsla í Norður-Ameríku. Grænt: stranddegli, rautt: fjalladegli
| ||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||
Listi
|
Degli (fræðiheiti: Pseudotsuga menziesii), einnig kallað döglingsviður eða douglas-greni, er barrtré upprunið frá vesturhluta Norður-Ameríku. Tréð er notað í timburiðnaði. Það getur orðið með hærri trjám heims eða um 123 metrar að hæð. [4]
Tvö afbrigði eru af degli:
- Stranddegli (Pseudotsuga menziesii var. menziesii) sem vex frá Bresku-Kólumbíu og suður að Kaliforníu. Það er önnur hæsta tegund barrtrjáa í heiminum og getur orðið yfir 100 metra[5]
- Fjalladegli (P. menziesii var. glauca) sem vex frá fjalllendi í Bresku-Kólumbíu að Mexíkó þar sem dreifing er strjál og jafnvel er það talið vera annað afbrigði.
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]Degli hefur vaxið vel í Hallormsstaðaskógi og náð 20 metrum en það er erfitt í ræktun á Íslandi. Við Bjarmastíg 13 á Akureyri stóð degli sem var yfir 10 metra hátt.[6] Degli vex við hærri sumarhita og lengri sumur en Ísland hefur að bjóða. [7] Það er viðkvæmt fyrir áföllum í æsku en áhugavert væri að reyna ræktun þess í auknum mæli undir skermi, sem kallað er. Þá eru litlar trjáplöntur gróðursettar í eldri skógi sem hlífir þeim við vor- og haustfrostum og öðrum áföllum í æsku. Hæstu tré hafa náð 20 metrum [8][9].
Árið 2021 fundust fyrstu sjálfsáðu degliplönturnar í Stálpastaðaskógi.[10]
Svipmyndir
[breyta | breyta frumkóða]-
Fullorðið tré.
-
Degli í Mount San Antonio í Kaliforníu.
-
Barr og köngull.
-
Degli í trjásafninu í Skorradal.
-
Degli í Hellisgerði með óreglulega krónu.
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]Tengill
[breyta | breyta frumkóða]Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Farjon, A. (2013). „Pseudotsuga menziesii“. IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2013: e.T42429A2979531. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42429A2979531.en. Afrit af upprunalegu geymt þann 12 apríl 2019. Sótt 13. nóvember 2016.
- ↑ Tropicos.org. Missouri Botanical Garden. „Pseudotsuga menziesii“. Sótt 25. mars 2015.
- ↑ The Plant List. „Pseudotsuga menziesii“. Afrit af upprunalegu geymt þann 12 ágúst 2017. Sótt 25. mars 2015.
- ↑ Af hverju vaxa tré endalaust? Vísindavefur, skoðað 26. janúar 2017.
- ↑ „Geymd eintak“ (PDF). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 1. október 2015. Sótt 22. ágúst 2015.
- ↑ http://www.visitakureyri.is/static/files/vefmyndir/akureyri/pdf/Merk_tre.pdf
- ↑ „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. september 2015. Sótt 20. ágúst 2015.
- ↑ Tíu tegundir trjáa í 20 metra klúbbinn og fleiri eru á leiðinni Mbl.is skoðað 24. okt. 2020
- ↑ Skógræktin. „30 metra markið nálgast“. Skógræktin. Sótt 24. október 2020.
- ↑ Sjálfsáð degli fannst í Stálpastaðaskógi Bændablaðið, sótt 5. apríl 2022