Dombra
Dombra (kz. Домбыра, ru. Домбра) er kasakskt hljóðfæri sem er með tveimur strengjum. Dombra er strengjahjóðfæri úr timbri og strengir þess eru ýmist úr næloni eða málmi. Vestræn strengjahjóðfæri sem svipar til dombru eru banjó, úkulele, og lúta. Þegar leikið er á dombru, getur maður glamrað á strengina með fingrum sínum eða plokkað þá.
Margt fólk frá Mið-Asíu spilar á dombru. Þetta fólk kemur frá löndun eins og Kasakstan, Kirgistan, Tadsjikistan og Úsbekistan. Það er jafnvel uigerskt fólk sem býr í Kína sem spilar á dombru líka. Þótt dombra er mjög fræg og sé táknmynd í Mið-Asíu, táknar hún aðallega þjóðerni og stolt Kasakstana.
Abæ Kúnanbæuli, frægt kasakskt þjóðskáld, kemur alltaf fram með dombru. Dombra er sést ekki einungis með Abæ Kúnanbæév, heldur einnig með mörgu öðru frægu fólki í sögu Kasakstans. Dombra er alltaf tengjast með nokkrum sem er kasakskt. Í dag maður getur enn þá keypt dombru alls staðar í Kasakstan. Í Silóný Basar (grænn markaður), sem er stór markaður í Almaty, getur maður keypt dombru frá 800ТГ (430 kr.), 3.000ТГ (1.610 kr.), og allt til 40.000ТГ (21.475 kr.). Dombra sem kostar 800ТГ er vanalega bara til sýnis og ekki til að spila á. Dombra sem kostar 3.000ТГ er sæmileg til að spila á og er alveg góð. En dombra sem kostar frá 20.000ТГ til 40.000ТГ er mjög góð og er mjög fagleg.
Í dag eru margar hljómsveitir í Kasakstan enn þá með dombrumönnum. Það eru hljómsveitir sem spila gamla tónlist með dombru og jafnvel móðsins tónlist með fiðlum og gítörum.