Fara í innihald

Gullbringusýsla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gullbringusýslu má sjá á þessu korti nærri höfuðborgarsvæðinu.

Gullbringusýsla var ein af sýslum Íslands. Hún náði yfir Suðurnes, Álftanes og SeltjarnarnesElliðaám. Hún var hluti af Kjalarnesþingi. Sýslur eru ekki lengur opinberlega í gildi sem stjórnsýslueining eftir lagabreytingu árið 1989, en þó er í daglegu tali oft talað um sýslur.

Gullbringusýslu er fyrst getið árið 1535. Þann 19. mars 1754 voru hún og Kjósarsýsla sameinaðar og Gullbringu- og Kjósarsýsla búin til.

1903 voru búin til tvö sýslufélög undir einum sýslumanni í Hafnarfirði og mörkin milli þeirra færð að mörkum Garðabæjar og Álftaness.

1974 varð bæjarfógetinn í Keflavík sýslumaður Gullbringusýslu sem þá náði að Hafnarfirði. Sýslumaður í Kjósarsýslu var bæjarfógetinn í Hafnarfirði.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.