Fara í innihald

Hafráðstefna Sameinuðu þjóðanna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dæmi um plastmengun á sjávarströnd.

Hafráðstefna Sameinuðu þjóðanna er ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um málefni hafsins sem fer fram í New York-borg 5.-9. júní 2017. Tilgangur ráðstefnunnar er að vekja athygli á verndun og sjálfbærri nýtingu hafsins.

Talið er að höf jarðar séu í meiri hættu en nokkru sinni fyrr vegna mengunar, ofveiði og áhrifa hnattrænnar hlýnunar. Súrnun sjávar, minnkandi líffjölbreytni og plastmengun í hringstraumum úthafanna er meðal þess sem ógnar heilsu hafsvæða.

Í upphafi ráðstefnunnar sagði António Guterres aðalritari Sameinuðu þjóðanna að hægt væri að leysa þau vandamál sem mannkynið hefði skapað með samhæfðum alþjóðlegum aðgerðum. Til þess þyrfti að horfa framhjá skammtímahagsmunum