Fara í innihald

Ilmefni

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Flöskur með ilmvötnum og ilmkjarnaolíum.

Ilmefni eru efnasambönd sem gefa frá sér lykt. Til að svo megi verða þurfa þau að vera rokgjörn svo þau nái að berast með loftinu að lyktarskynfærum í nefi dýra. Sameindamassi þeirra þarf að jafnaði að vera lægri en 310 dalton.

Ilmefni koma víða fyrir í náttúrunni og eru líka tilbúin með aðferðum efnafræðinnar. Blóm og ávextir gefa oft frá sér ilm, og hið sama má segja um algengar matvörur eins og krydd og vín. Ilmefni eru notuð við framleiðslu á ilmvötnum, sápum og snyrtivörum. Ilmefni úr náttúrulegum uppsprettum eru einöngruð með ýmsum efnafræðilegum aðferðum til að búa til ilmkjarnaolíur.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.