Fara í innihald

Imhotep

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stytta af Imhotep í Louvre

Imhotep (fornegypska: Jj m ḥtp „sá sem kemur með friði“; gríska: Ἰμούθης Imúþes) var ráðgjafi faraósins Djoser af þriðju konungsættinni í Egyptalandi hinu forna um 2650-2600 f.Kr. auk þess að vera æðstiprestur Ra. Hann er talinn vera fyrsti arkitekt, verkfræðingur og læknir sögunnar. Hann er einn af fáum almúgamönnum sem voru teknir í guða tölu eftir dauða sinn. Gröf hans hefur ekki fundist en talið er að hún sé í námunda við Sakkara. Talið er að hann hafi hannað Djoserpýramídann sem er fyrsti pýramídinn, en áður voru konungar Egyptalands grafnir í mastöbum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.