Fara í innihald

Jalangurssteinarnir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jalangurssteinarnir eru tveir rúnasteinar í Jalangri (Jelling) í Danmörku. Gormur gamli reisti þann minni til minningar um konu sína, Þyri Danabót, en Haraldur blátönn reisti þann stærri um 965 til minningar um foreldra sína, Gorm og Þyri, sigur hans á Danmörku og Noregi og kristnun Danmerkur.

Báðir steinarnir, grafhaugarnir og kirkjan í Jalangri voru sett á Heimsminjaskrá UNESCO árið 1994. Í Jalangri er upplýsingamiðstöð, „Kongernes Jelling“, þar sem fjallað er um staðinn og sögu hans.

Rúnaristurnar

[breyta | breyta frumkóða]

Rúnaristur á „rúnahlið“ stóra Jalangurssteinsins:

haraltr:kunukʀ:baþ:kaurua Haraldur konungur bauð gjöra
kubl:þausi:aft:kurm faþur sin kuml þessi eftir Gorm föður sinn
auk aft:þąurui:muþur:sina:sa og eftir Þyri móður sína, sá
haraltr(:)ias:s[ą]ʀ·uan·tanmaurk Haraldur sem vann Danmörku
ala·auk·nuruiak alla og Noreg
·auk·tani·[karþi·]kristna; og Dani gjörði kristna.