Könnunarfar
Útlit
Könnunarfar er ómannað geimfar sem skotið er upp í geiminn til að safna gögnum. Könnunarför geta snúið aftur til jarðar ef þau eru forrituð þannig eða verið á einstefnuferð. Könnunarför geta flogið fram hjá, farið á sporbaug um eða lent á tunglið, aðrar plánetur í sólkerfinu og tungl þeirra, smástirni, halastjörnur og aðra hluti.
Það eru um það bil 15 könnunarför starfandi í dag. Fimm könnunarför hafa farið út úr sólkerfinu í miðgeiminn.