Kanslari Þýskalands
Kanslari Þýskalands (þýska: Bundeskanzler (1867-1871, 1949-), Reichskanzler (1871-1949)) er formaður ríkisstjórnar Þýskalands og því æðsti maður framkvæmdavalds sambandsríkisins. Hann velur sér ráðherra og ákvarðar stefnu ríkisstjórnarinnar. Kanslarinn er í raun valdamesti stjórnmálamaður landsins en formlega er hann þriðji maður í virðingarröðinni á eftir forseta og þingforseta. Staða hans er sambærileg stöðu forsætisráðherra á Íslandi. Kanslarinn er kjörinn af sambandsþinginu til eins kjörtímabils (4 ára) í senn og hefur sambandsþingið eitt vald til að setja hann af fyrir lok kjörtímabilsins með vantraustsyfirlýsingu.
Núverandi kanslari er Olaf Scholz. Forveri hans, Angela Merkel, var fyrsta konan til að gegna embættinu. Samkvæmt þýskri málvenju bætist viðskeytið -in við Bundeskanzler sé kanslarinn kona og var Merkel því titluð Bundeskanzlerin.
Kanslarar hafa farið fyrir ríkisstjórnum Þýskalands frá 1867, en titillinn á rætur að rekja til embættismanna í hinu heilaga rómverska ríki á miðöldum.
Kanslarar Þýskalands frá 1871
[breyta | breyta frumkóða]- 1871-1890 Otto von Bismarck
- 1890-1894 Leo von Caprivi
- 1894-1900 Chlodwig zu Hohenlohe-Schillingsfürst
- 1900-1909 Bernhard von Bülow
- 1909-1917 Theobald von Bethmann-Hollweg
- 1917 Georg Michaelis
- 1917-1918 Georg von Hertling (Zentrum)
- 1918 Maximilian von Baden
- 1918 Friedrich Ebert (SPD)
- 1919 Philipp Scheidemann (SPD)
- 1919-1920 Gustav Bauer (SPD)
- 1920 Hermann Müller (SPD)
- 1920-1921 Constantin Fehrenbach (Zentrum)
- 1921-1922 Karl Joseph Wirth (Zentrum)
- 1922-1923 Wilhelm Cuno
- 1923 Gustav Stresemann (DVP)
- 1923-1925 Wilhelm Marx (Zentrum)
- 1925-1926 Hans Luther
- 1926-1928 Wilhelm Marx (Zentrum)
- 1928-1930 Hermann Müller (SPD)
- 1930-1932 Heinrich Brüning (Zentrum)
- 1932 Franz von Papen (Zentrum)
- 1932-1933 Kurt von Schleicher
- 1933-1945 Adolf Hitler (NSDAP)
- 1945 Joseph Goebbels (NSDAP)
- 1945 Lutz Schwerin von Krosigk
- 1949-1963 Konrad Adenauer (CDU)
- 1963-1966 Ludwig Erhard (CDU)
- 1966-1969 Kurt Georg Kiesinger (CDU)
- 1969-1974 Willy Brandt (SPD)
- 1974-1982 Helmut Schmidt (SPD)
- 1982-1998 Helmut Kohl (CDU)
- 1998-2005 Gerhard Schröder (SPD)
- 2005-2021 Angela Merkel (CDU)
- 2021- Olaf Scholz (SPD)