Kobe Bryant
Kobe Bryant | ||
Upplýsingar | ||
---|---|---|
Fullt nafn | Kobe Bean Bryant | |
Fæðingardagur | 23. ágúst 1978 | |
Fæðingarstaður | Philadelphia, Bandaríkin | |
Dánardagur | 26. janúar 2020 (41 árs) | |
Dánarstaður | Calabasas, Kaliforníu, Bandaríkjunum | |
Hæð | 198 cm | |
Þyngd | 96 kg | |
Leikstaða | Skotbakvörður | |
Meistaraflokksferill1 | ||
Ár | Lið | |
1996-2016 | Los Angeles Lakers | |
Landsliðsferill2 | ||
Ár | Lið | Leikir |
2007-2012 | Bandaríkin | 26 |
1 Meistaraflokksferill |
Kobe Bean Bryant (23. ágúst 1978 - 26. janúar 2020) var bandarískur körfuknattleiksmaður sem spilaði með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni frá 1996-2016. Hann vann 5 titla með liðinu; 2000-2002, 2009 og 2010.[1] Bryant var talinn einn af bestu leikmönnum NBA allra tíma og var hann fjórði stigahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi.
Árið 2006 skoraði Bryant 81 stig í leik á móti Toronto Raptors en það er næst-hæsta stigaskorið í sögu deildarinnar á eftir 100 stiga leik Wilt Chamberlain.
Bryant lék með landsliði bandaríkjanna frá 2007 til 2012. Hann vann gull með liðinu á Ólympíuleikunum 2008 og 2012 auk þess sem hann varð Ameríkumeistari með því árið 2007.
Árið 2018 vann Bryant Óskarsverðlaunin fyrir stuttmyndina Dear Basketball.[2][3]
Einkalíf
[breyta | breyta frumkóða]Bryant átti 4 börn með konu sinni Vanessu Laine Bryant, en þau gengu í hjónaband árið 2001. Foreldrar Kobe voru á móti giftingunni af nokkrum ástæðum, meðal annars þar sem Vanessa var ekki afrísk-amerísk, og voru ekki viðstödd brúðkaupið. Fjölskyldan náði sáttum eftir að fyrsta barn hjónanna fæddist.[4]
Hann talaði ítölsku þar sem hann bjó á Ítalíu meðan faðir hans spilaði körfubolta þar.
Dauði
[breyta | breyta frumkóða]Bryant lést 26. janúar 2020 í þyrluslysi ásamt 13 ára gamalli dóttur sinni Gianna Bryant og sjö öðrum.[5]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Svali Björgvins: „Ég hélt að Kobe Bryant væri ódauðlegur“
- ↑ „Kobe Bryant is officially an Oscar winner“. ew.com.
- ↑ Ástarjátning Kobe Bryants til körfuboltans
- ↑ Cupcake Magazine interview with Vanessa Bryant Geymt 1 júlí 2013 í Wayback Machine July 17, 2012
- ↑ Þrettán ára dóttir Kobe Bryant lést einnig í slysinu
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Tölfræði úr NBA Geymt 1 maí 2012 í Wayback Machine
- Tölfræði frá Ólympíuleikunum Geymt 15 febrúar 2020 í Wayback Machine